Íslendingalið hefði getað selt leikmenn fyrir 800 milljónir króna í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2015 22:30 Hólmar Örn Eyjólfsson á æfingu með Rosenborg á KR-vellinum. Vísir/Valli Íslendingaliðið Rosenborg er með sjö stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og það bendir allt til þess að titilinn sé að koma aftur til Þrándheims. Með Rosenborg spila íslensku leikmennirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson og þá eru hjá liðinu einnig Alexander Söderlund og André Hansen sem spiluðu báðir á Íslandi. Verdens Gang segir frá því að forráðamenn Rosenborg hafi hafnað mörgum tilboðum í sína leikmenn í sumar en erlend félög höfðu áhuga á mönnum eins og Pål André Helland, Alexander Söderlund, Ole Selnæs og Jörgen Skjelvik. Rosenborg hefði getað fengið yfir 800 milljónir íslenskra króna í kassann hefði félagið samþykkt að selja þessa menn en þar á bæ leggja menn ofurkapp á að vinna fyrsta norska titil Rosenborgar í fimm ár. Rosenborg varð síðast Noregsmeistari 2010 en síðan hafa Molde (3 sinnum) og Strömsgodset unnið gullið. „Við hefðum getað grætt mikið. Það eru hinsvegar stuðningsmennirnir sem hafa fjölmennt á Lerkendal-völlinn okkar í sumar sem sjá til þess að við getum haldið þessum leikmönnum í okkar liði," sagði Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, við Verdens Gang. Rosenborg varð sextán sinnum meistari í Noregi frá 1992 til 2010 og hefur unnið norsku deildina oftast allra félaga eða alls 22 sinum. Rosenborg er ekki bara með gott forskot á toppnum því liðið er einnig komið í undanúrslit bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á Mjöndalen í átta liða úrslitunum þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt markanna. Rosenborg mætir Stabæk á heimavelli sínum í undanúrslitunum. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Íslendingaliðið Rosenborg er með sjö stiga forskot á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og það bendir allt til þess að titilinn sé að koma aftur til Þrándheims. Með Rosenborg spila íslensku leikmennirnir Hólmar Örn Eyjólfsson og Matthías Vilhjálmsson og þá eru hjá liðinu einnig Alexander Söderlund og André Hansen sem spiluðu báðir á Íslandi. Verdens Gang segir frá því að forráðamenn Rosenborg hafi hafnað mörgum tilboðum í sína leikmenn í sumar en erlend félög höfðu áhuga á mönnum eins og Pål André Helland, Alexander Söderlund, Ole Selnæs og Jörgen Skjelvik. Rosenborg hefði getað fengið yfir 800 milljónir íslenskra króna í kassann hefði félagið samþykkt að selja þessa menn en þar á bæ leggja menn ofurkapp á að vinna fyrsta norska titil Rosenborgar í fimm ár. Rosenborg varð síðast Noregsmeistari 2010 en síðan hafa Molde (3 sinnum) og Strömsgodset unnið gullið. „Við hefðum getað grætt mikið. Það eru hinsvegar stuðningsmennirnir sem hafa fjölmennt á Lerkendal-völlinn okkar í sumar sem sjá til þess að við getum haldið þessum leikmönnum í okkar liði," sagði Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, við Verdens Gang. Rosenborg varð sextán sinnum meistari í Noregi frá 1992 til 2010 og hefur unnið norsku deildina oftast allra félaga eða alls 22 sinum. Rosenborg er ekki bara með gott forskot á toppnum því liðið er einnig komið í undanúrslit bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á Mjöndalen í átta liða úrslitunum þar sem Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt markanna. Rosenborg mætir Stabæk á heimavelli sínum í undanúrslitunum.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn