Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2015 15:48 Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928. visir/gva Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“ Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“
Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“