Símon „grimmi“ biður fólk um að hafa trú á dómskerfinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 11:02 Íslendingar treysta dómskerfinu illa og virðast ekki treysta því að hlutirnir séu rétt gerðir. Svo virðist sem gjá sé á milli fólksins í landinu og dómskerfisins, en mun minna traust er til dómstóla hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Símon Sigvaldason, héraðsdómari og formaður dómstólaráðs, segir þennan skort á trausti áhyggjuefni. Það hafi verið áhyggjuefni í fjölmörg ár og því hafi verið rætt hvernig hægt sé að auka traust fólksins. Til að mynda hafi, fyrir nokkrum árum, verið ákveðið að birta alla dóma á netinu til að veita fólki innsýn inn í það sem verið er að gera.Aðhaldið jákvætt „Íslendingar hafa alltaf haft ákveðnar skoðanir á yfirvaldi og verið með mjög eindregna afstöðu til þess, og það er í raun og veru af hinu góða. Það heldur öllum við sitt efni og veitir okkur mikið aðhald. Þannig að ég veit svo sem ekki hvort þetta sé alltaf neikvæður þáttur, þótt tiltrúin sé svo lítil. En við hins vegar viljum gjarnan að almenningur viti sem mest um okkar störf,“ sagði Símon í þættinum Ísland í dag. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum. Enginn annar héraðsdómari er með eins hátt sakfellingarhlutfall, en hlutfall Símonar hefur á undanförnum árum verið rúmlega 99 prósent. Lögmenn kalla hann því gjarnan „Símon grimma“.Símon grimmi ljúfur að eðlisfari „Þetta er gömul saga en hún kemur til af því að ágætur maður sem hafði ríkan húmor, var einhverju sinni í Hæstarétti og lét þar þau orð falla að þegar verið var að endurskoða dóm frá mér í sakamáli að þarna væri dómur eftir Símon grimmi. Einhver lögmaðurinn sem var þar nærri heyrði þetta og var fljótur að grípa þetta á lofti og breiddi þetta út,“ sagði Símon. Hann segir viðurnefnið þó lítið trufla sig og vonar að það trufli sem fæsta aðra, en kveðst vera afar ljúfur að eðlisfari. Þá hefur Símon það orð á sér að nýta refsirammann vel. Hann hefur sent þá fjölmarga á Litla-Hraun og er því ekki sá vinsælasti þar á bæ. Aðspurður hvort hann finni einhvern tímann fyrir ótta segir hann svo ekki vera. „Ég hef dæmt mörg málin en við höfum hér á landi, í það minnsta fram til þessa, ekki þurft að upplifa það að verið sé að veitast að dómurum. Við höfum sloppið hingað til en þann dag sem ég verð hræddur held ég að ég muni skipta um starf.“Málaferli oft of löng Dómstólar hafa sætt töluverði gagnrýni vegna þess hve langan tíma málaferli geta tekið. Fólki er jafnvel haldið í óvissu árum saman en Símon segir þá stöðu óásættanlega. „Það er hins vegar þannig að málsmeðferðin hefur styst hjá okkur gríðarlega á seinni árum og í dag státum við okkur af einni hröðustu málsmeðferð í kringum okkur í íslensku dómskerfi. Þannig að við stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðra. En allur þessi tími er erfiður og við reynum að sjálfsögðu að gera eins og við getum til að hraða málsmeðferðinni. Það má þó ekki vera á kostnað gæðanna, það er augljóst.“ Að lokum biður Símon fólk um að hafa trú á dómskerfinu. „Það er vissulega þannig að það er alltaf erfitt að skera úr um úr þrætum vegna þess að það stendur alltaf einn upp ósáttur frá borði. Yfirleitt tapar alltaf einn. En það verður að vera endir á einhverri þrætu og okkur er einfaldlega falið að leysa úr því. Við biðjum að okkur sé treyst fyrir því. Við gerum ekki endilega kröfu um að fólk hafi trú á okkur en við viljum samt sem áður að fólk viti það að það leggja sig allir fram til hins ítrasta að leysa úr sínum ágreiningsefnum.“ Viðtalið við Símon í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. 29. desember 2012 17:57 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Íslendingar treysta dómskerfinu illa og virðast ekki treysta því að hlutirnir séu rétt gerðir. Svo virðist sem gjá sé á milli fólksins í landinu og dómskerfisins, en mun minna traust er til dómstóla hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Símon Sigvaldason, héraðsdómari og formaður dómstólaráðs, segir þennan skort á trausti áhyggjuefni. Það hafi verið áhyggjuefni í fjölmörg ár og því hafi verið rætt hvernig hægt sé að auka traust fólksins. Til að mynda hafi, fyrir nokkrum árum, verið ákveðið að birta alla dóma á netinu til að veita fólki innsýn inn í það sem verið er að gera.Aðhaldið jákvætt „Íslendingar hafa alltaf haft ákveðnar skoðanir á yfirvaldi og verið með mjög eindregna afstöðu til þess, og það er í raun og veru af hinu góða. Það heldur öllum við sitt efni og veitir okkur mikið aðhald. Þannig að ég veit svo sem ekki hvort þetta sé alltaf neikvæður þáttur, þótt tiltrúin sé svo lítil. En við hins vegar viljum gjarnan að almenningur viti sem mest um okkar störf,“ sagði Símon í þættinum Ísland í dag. Símon hefur haft það orð á sér að þykja heldur gjarn á að sakfella í sakamálum. Enginn annar héraðsdómari er með eins hátt sakfellingarhlutfall, en hlutfall Símonar hefur á undanförnum árum verið rúmlega 99 prósent. Lögmenn kalla hann því gjarnan „Símon grimma“.Símon grimmi ljúfur að eðlisfari „Þetta er gömul saga en hún kemur til af því að ágætur maður sem hafði ríkan húmor, var einhverju sinni í Hæstarétti og lét þar þau orð falla að þegar verið var að endurskoða dóm frá mér í sakamáli að þarna væri dómur eftir Símon grimmi. Einhver lögmaðurinn sem var þar nærri heyrði þetta og var fljótur að grípa þetta á lofti og breiddi þetta út,“ sagði Símon. Hann segir viðurnefnið þó lítið trufla sig og vonar að það trufli sem fæsta aðra, en kveðst vera afar ljúfur að eðlisfari. Þá hefur Símon það orð á sér að nýta refsirammann vel. Hann hefur sent þá fjölmarga á Litla-Hraun og er því ekki sá vinsælasti þar á bæ. Aðspurður hvort hann finni einhvern tímann fyrir ótta segir hann svo ekki vera. „Ég hef dæmt mörg málin en við höfum hér á landi, í það minnsta fram til þessa, ekki þurft að upplifa það að verið sé að veitast að dómurum. Við höfum sloppið hingað til en þann dag sem ég verð hræddur held ég að ég muni skipta um starf.“Málaferli oft of löng Dómstólar hafa sætt töluverði gagnrýni vegna þess hve langan tíma málaferli geta tekið. Fólki er jafnvel haldið í óvissu árum saman en Símon segir þá stöðu óásættanlega. „Það er hins vegar þannig að málsmeðferðin hefur styst hjá okkur gríðarlega á seinni árum og í dag státum við okkur af einni hröðustu málsmeðferð í kringum okkur í íslensku dómskerfi. Þannig að við stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðra. En allur þessi tími er erfiður og við reynum að sjálfsögðu að gera eins og við getum til að hraða málsmeðferðinni. Það má þó ekki vera á kostnað gæðanna, það er augljóst.“ Að lokum biður Símon fólk um að hafa trú á dómskerfinu. „Það er vissulega þannig að það er alltaf erfitt að skera úr um úr þrætum vegna þess að það stendur alltaf einn upp ósáttur frá borði. Yfirleitt tapar alltaf einn. En það verður að vera endir á einhverri þrætu og okkur er einfaldlega falið að leysa úr því. Við biðjum að okkur sé treyst fyrir því. Við gerum ekki endilega kröfu um að fólk hafi trú á okkur en við viljum samt sem áður að fólk viti það að það leggja sig allir fram til hins ítrasta að leysa úr sínum ágreiningsefnum.“ Viðtalið við Símon í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. 29. desember 2012 17:57 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent. 29. desember 2012 17:57
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent