Gufubað hefur góð áhrif á æðakerfið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2015 10:17 Sigurður Guðmundsson, læknir, segja að setja megi finnsku rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsuna. Vísir Ný finnsk rannsókn sem birtist í tímariti Bandarísku læknasamtakanna sýnir fram á samband gufubaða og tíðni kransæðasjúkdóma, og annarra hjarta-og æðasjúkdóma, í körlum á aldrinum 40-60 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að því oftar sem mennirnir fóru í gufubað, og því lengur sem þeir voru þar inni, minnkuðu líkurnar á því að mennirnir dæju úr þessum sjúkdómum. Alls voru 2300 finnskir karlmenn skoðaðir, allir frá austurhluta Finnlands, þar sem kransæða-og hjartasjúkdómar eru einna tíðastir. „Því oftar sem menn fóru í saunu þeim mun betur gekk þeim. Það voru um 40-60% minni líkur á að menn dæju úr þessum sjúkdómum ef þeir fóru 4-7 sinnum í saunu á viku. Það er því greinilega mjög sterkt samband þarna á milli. Þá skiptir líka máli hvers lengi menn voru í saunu allt í allt yfir vikuna. Þeir sem voru minna en 11 mínútur fengu minnst út úr þessu en þeir sem voru lengur en 19 mínútur í heildina stóðu sig best og fengu mest út úr þessu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, læknir, í Reykjavík síðdegis í gær um niðurstöður rannsóknarinnar. Sigurður sagði að það hefði verið vitað fyrir að heit böð hefðu almennt góð áhrif á blóðrásina. Síðan væri hægt að setja rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsu. Margar rannsóknir hefðu sýnt fram á að álag og streita eykur tíðni á kransæðasjúkdómum. Til að mynda jókst tíðni kransæðasjúkdóma verulega hjá íslenskum konum í vikunni sem hrunið varð 2008. „Það er því hægt að spekúlera í því að manni líður vel bara við það að fara í saunu. Menn slaka á, gleyma áhyggjum og amstri lífs. Það er alveg ljóst að það hefur áhrif á vellíðan og því fleiri þannig stundi sem menn eiga, það getur lengt og bætt líf. Svo fara menn væntanlega sjaldan einir í saunu, og maður er auðvitað manns gaman, og það eykur líka vellíðan.“ Hlusta má á viðtalið við Sigurð í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53 Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Ný finnsk rannsókn sem birtist í tímariti Bandarísku læknasamtakanna sýnir fram á samband gufubaða og tíðni kransæðasjúkdóma, og annarra hjarta-og æðasjúkdóma, í körlum á aldrinum 40-60 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að því oftar sem mennirnir fóru í gufubað, og því lengur sem þeir voru þar inni, minnkuðu líkurnar á því að mennirnir dæju úr þessum sjúkdómum. Alls voru 2300 finnskir karlmenn skoðaðir, allir frá austurhluta Finnlands, þar sem kransæða-og hjartasjúkdómar eru einna tíðastir. „Því oftar sem menn fóru í saunu þeim mun betur gekk þeim. Það voru um 40-60% minni líkur á að menn dæju úr þessum sjúkdómum ef þeir fóru 4-7 sinnum í saunu á viku. Það er því greinilega mjög sterkt samband þarna á milli. Þá skiptir líka máli hvers lengi menn voru í saunu allt í allt yfir vikuna. Þeir sem voru minna en 11 mínútur fengu minnst út úr þessu en þeir sem voru lengur en 19 mínútur í heildina stóðu sig best og fengu mest út úr þessu,“ sagði Sigurður Guðmundsson, læknir, í Reykjavík síðdegis í gær um niðurstöður rannsóknarinnar. Sigurður sagði að það hefði verið vitað fyrir að heit böð hefðu almennt góð áhrif á blóðrásina. Síðan væri hægt að setja rannsóknina í samhengi við áhrif streitu á heilsu. Margar rannsóknir hefðu sýnt fram á að álag og streita eykur tíðni á kransæðasjúkdómum. Til að mynda jókst tíðni kransæðasjúkdóma verulega hjá íslenskum konum í vikunni sem hrunið varð 2008. „Það er því hægt að spekúlera í því að manni líður vel bara við það að fara í saunu. Menn slaka á, gleyma áhyggjum og amstri lífs. Það er alveg ljóst að það hefur áhrif á vellíðan og því fleiri þannig stundi sem menn eiga, það getur lengt og bætt líf. Svo fara menn væntanlega sjaldan einir í saunu, og maður er auðvitað manns gaman, og það eykur líka vellíðan.“ Hlusta má á viðtalið við Sigurð í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53 Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Braust inn í sundlaug og fór í gufubað Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri á innbrotsstað í sundlaug í Hafnarfirði um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Hann var þar í mestu makindum í gufubaði þegar laganna verðir komu að honum. Ekki kemur fram hvort hann var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, eða hvort hann hafi ætlað að stela einhverju í leiðinni. 2. janúar 2015 08:53
Vesturbæjarlaug er besta sundlaug á Íslandi Álitsgjafar Lífsins á Vísi hafa kveðið upp sinn dóm. 24. október 2014 11:45
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent