Enski boltinn

Palace úr fallsæti | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gayle sáttur við sig
Gayle sáttur við sig Vísir/Getty
Crystal Palace lagði Tottenham 2-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Tottenham skoraði fyrsta mark leiksins eftir markalausan fyrri hálfleik.

Harry Kane hélt uppteknum hætti og skoraði fyrir Tottenham á 49. mínútu.

Tuttugu mínútum síðar jafnaði Dwight Gayle metin úr vítaspyrnu og tíu mínútum fyrir leikslok tryggði Jason Puncheon Palace sigurinn mikilvæga.

Palace lyfti sér upp í 15. sæti deildarinnar með sigrinum en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Alan Pardew í deildinni. Liðið var í næst neðsta sæti deildarinnar þegar flautað var til leiks.

Tottenham er með 34 stig í 5. sæti deildarinnar.

Kane kemur Tottenham yfir: Gayle jafnar: Puncheon tryggir Palace sigurinn:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×