Fíkniefnin í Norrænu: Sagði dóttur sinni ekki hvert hún væri að fara í frí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 11:48 Parið kom hingað til lands með Norrænu. vísir Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“ Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Austurlands þess efnis að hollensk kona sem grunuð er um stórfelldan fíkniefnainnflutning hingað til lands skuli sæta farbanni til 4. nóvember næstkomandi. Hún var látin laus úr gæsluvarðhaldi fyrir tveimur vikum í kjölfar þess að Hæstiréttur hrundi gæsluvarðhaldsúrskurði yfir henni en setti hana þess í stað í farbann. Konan kom hingað til lands þann 8. september síðastliðinn ásamt manni sínum. Voru þau á húsbíl og komu hingað með Norrænu en við leit í húsbílnum fundust um 80 kíló af MDMA. Konan hefur neitað því að hafa vitað af efnunum í bílnum en maðurinn hefur játað að hafa vitað af þeim. Hann segir hins vegar einnig að konan hafi ekki vitað um þau. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Þrátt fyrir þetta er konan undir rökstuddum grun um að hafa tekið þátt í innflutningnum þar sem lögreglan telur framburð hennar mjög ótrúverðugan. Í úrskurði héraðsdóms er meðal annars rakið að ósamræmi sé á milli framburðar konunnar og dóttur hennar. Konan hafi sagt dóttur sinni að hún og maðurinn væru á leiðinni í frí en nefndi ekki að þau væru að fara til Íslands. Það sama hafi hún einnig sagt nágrönnum sínum. Auk þessa hafi konan sagt að hún og maðurinn hafi verið í miklum fjárhagserfiðleikum en margir ógreiddir reikningar fundust í húsbílnum. „Samt sem áður segi kærða að þau hafi ákveðið að fara í frí til Íslands í heilan mánuð, leigja til þess húsbíl fyrir 4.600 evrur og kaupa sér far fyrir þau og bílinn til Íslands fyrir um 2.000 evrur, auk þess sem [...] hafi látið hana hafa 1.600 evrur til að greiða reikninga, að hennar sögn,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Konan hefur sagt að hún sé öryrki og hafi verið atvinnulaus lengi. Atvinnuleysisbætur hennar séu 800 til 900 evrur á mánuði en útgjöldin milli 1800 til 2000 evrur. Í úrskurði héraðsdóms segir að konan „hafi engar skynsamlegar skýringar gefið á því hvaðan hún telji að þeir peningar sem allt í einu virtust vera til staðar séu komnir.“
Tengdar fréttir 80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Hún sætir nú farbanni. 14. október 2015 14:30
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31