80 kíló af MDMA í Norrænu: Sleppt úr gæsluvarðhaldi án peninga og skilríkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2015 14:30 Frá aðgerðum tollayfirvalda á Seyðisfirði þegar parið var handtekið. vísir Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hollensk kona sem losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær var allslaus þegar hún fór úr fangelsinu á Akureyri þar sem hún var í haldi. Samkvæmt heimildum Vísis var hún meðal annars án peninga og skilríkja en ekki liggur fyrir hvar hún dvaldi í nótt. Lögreglan á Austurlandi lagði hald á persónulegar eigur konunnar þegar hún var handtekin í byrjun september, grunuð um smygl á 80 kílóum af MDMA til landsins. Maðurinn hennar var einnig handtekinn en parið kom hingað með Norrænu og faldi fíkniefnin í húsbíl.„Í fjárhagskröggum en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð“ Konan sætir nú farbanni til 21. október samkvæmt dómi Hæstaréttar en Héraðsdómur Austurlands hafði áður úrskurðað konuna í gæsluvarðhald. Maðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 3. nóvember. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að ekki sé samræmi með framburði konunnar og mannsins að mati lögreglunnar, meðal annars varðandi það hvert för þeirra var heitið. Segir í úrskurðinum að konan hafi ekki gefið „skynsamlegar skýringar á þessu ósamræmi. Þá hafi hún borið skýrt um að þau eiginmaðurinn hafi verið í fjárhagskröggum, en samt hafi þau ákveðið að fara í dýra Íslandsferð.“ Konan hafi auk þess ekki gefið skynsamlegar skýringar á því hvaðan hún haldi að peningarnir fyrir ferðinni hafi komið.Fangelsismálayfirvöld benda á hjálparsamtök „Í dag klukkan þrjú mun konan fá afhenta þá persónulegu muni sem hún hefur óskað eftir og lögreglan telur rétt að hún fái,“ segir Jónas Vilhelmsson hjá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en lögum samkvæmt megi Fangelsismálastofnun einfaldlega ekki halda manneskju mínútu lengur en gæsluvarðhaldsúrskurður kveður á um. „Slíkt er brot á lögum og við sem stofnun værum bara skaðabótaskyld ef við værum að halda fólki án dóms og laga. Það sem við getum hins vegar gert er að benda fólki á hjálparsamtök á borð við Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn eða félagsþjónustuna,“ segir Páll. Ekki náðist í verjanda konunnar við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54 80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44 Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00 Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15 Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Erlent par úrskurðað í gæsluvarðhald vegna fíkniefnafundarins Tollverðir og lögregla fundum um níutíu kíló af hörðum efnum við leit þegar Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær. 9. september 2015 16:54
80 kíló af MDMA í niðursuðudósum, varadekki og gaskútum Annar grunuðu hefur játað að hafa vitað um tilvist efnanna og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. september 2015 16:44
Fíkniefnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollayfirvalda Efnin fundust í kjölfar áhættugreiningar tollsins á Íslandi í samvinnu við tollayfirvöld í Færeyjum og lögreglu á Íslandi. 9. september 2015 19:00
Fíkniefnin í Norrænu: Konan látin laus en sætir enn farbanni Héraðsdómur úrskurðaði konuna í síðustu viku í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október en þeim úrskurði var hrundið í Hæstarétti. 13. október 2015 20:15
Yrði eitt af stærstu fíkniefnamálum Íslands Lagt var hald á umtalsvert magn af fíkniefnum í Norrænu í gær. 9. september 2015 14:38