Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2015 09:37 Óljós fréttaflutningur forsetans um hugsanlegar peningagjafir frá Sádi Arabíu hafa valdið verulegum usla, og jafnvel óeiningu. Sverrir Agnarsson Formaður Félags múslíma á Íslandi hefur séð sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hvorki honum né stjórn félagsins hafi borist tilkynning um fjárstyrki frá Sádi Arabíu. Hann segist í raun ekkert vita um málið umfram það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum. Þá telur Sverrir ástæðu til að taka fram að hann einn tali fyrir hönd félagsins. „Í ljósi yfirlýsingar frá skrifstofu Forseta Íslands í gær um gjöf til Félags múslíma á Ísland frá Saudi Arabíu vill undirritaður taka fram að hann er bæði formaður og forstöðumaður félagsins og að í félaginu er enginn annar leiðtogi né talsmaður,“ segir í yfirlýsingunni. Síðdegis í gær barst frétt frá forsetaskrifstofunni þar sem sagði meðal annars: „Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.“ Flestar fréttastofur landsins voru í gær og í gærkvöldi að reyna að fá ítarlegri skýringar á þessum óljósa fréttaflutningi forsetans, en ekki hefur tekist að skýra þetta svo miklu nemi; þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir fjallaði ítarlega um málið og greindi meðal annars frá því að Menningarsetur múslima á Íslandi kannast ekkert við málið. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi. Rætt var við Sverri sjálfan sem hafði ekki heyrt frá sendiráði Sádi Arabíu varðandi þennan styrk. Hann gerði ráð fyrir því að forsetinn sjálfur hafi farið með nýjan sendiherra til að skoða lóðina í Sogamýri þar sem fyrirhuguð moska á að rísa. Einnig var rætt við Salmann Tamimi, varaformann félagsins, sem fór mikinn og sagði að Félagið myndi aldrei þiggja fé frá Sádí Arabíu. Líkast til er það til þeirra orða sem vísað er þegar segir í tilkynningu Sverris: „Þangað til tilkynning berst varðandi þennan styrk vill ég undirritaður ekki gefa neinar yfirlýsingar og allar yfirlýsingar frá einstökum meðlimum félagsins geta eingöngu lýst þeirra persónulegu skoðunum.“ Vísir hefur haft þetta mál til skoðunar í vikunni. Rætt hefur verið við Urði Gunnarsdóttur hjá utanríkisráðuneytinu en hún segir að ráðuneytið hafi enga milligöngu þá er varðar þær styrkveitingar sem forsetinn greinir frá. Vísi var kunnugt um að nýr sendiherra Sádi Arabíu, sem staðsettur er í Stokkhólmi, væri væntanlegur til að afhenda erindisbréf sitt en hjá forsetaskrifstofu fengust þær upplýsingar að þeir vildu segja frá slíkum komum sjálfir, eftir að þær hafa átt sér stað. Þá sendi Vísir á þriðjudag fyrirspurn til sendiráðs Sádí Arabíu í Stokkhólmi, sem snéri að fjárstuðningi við íslensk félög, en ekkert svar hefur enn borist. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri virðist ekki vita neitt um málið, hann geldur varhug við peningagjöfum sem slíkum og hyggst hann setja mannréttindaráð borgarinnar í að rannsaka hvernig í þessu liggur. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sverrir Agnarsson Formaður Félags múslíma á Íslandi hefur séð sig knúinn til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hvorki honum né stjórn félagsins hafi borist tilkynning um fjárstyrki frá Sádi Arabíu. Hann segist í raun ekkert vita um málið umfram það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum. Þá telur Sverrir ástæðu til að taka fram að hann einn tali fyrir hönd félagsins. „Í ljósi yfirlýsingar frá skrifstofu Forseta Íslands í gær um gjöf til Félags múslíma á Ísland frá Saudi Arabíu vill undirritaður taka fram að hann er bæði formaður og forstöðumaður félagsins og að í félaginu er enginn annar leiðtogi né talsmaður,“ segir í yfirlýsingunni. Síðdegis í gær barst frétt frá forsetaskrifstofunni þar sem sagði meðal annars: „Þá greindi sendiherrann frá því að Sádi Arabía styddi byggingu væntanlegrar mosku í Reykjavík, myndi leggja fram rúmlega eina milljón Bandaríkjadala til byggingar hennar og að hann hefði í gær skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.“ Flestar fréttastofur landsins voru í gær og í gærkvöldi að reyna að fá ítarlegri skýringar á þessum óljósa fréttaflutningi forsetans, en ekki hefur tekist að skýra þetta svo miklu nemi; þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir fjallaði ítarlega um málið og greindi meðal annars frá því að Menningarsetur múslima á Íslandi kannast ekkert við málið. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi. Rætt var við Sverri sjálfan sem hafði ekki heyrt frá sendiráði Sádi Arabíu varðandi þennan styrk. Hann gerði ráð fyrir því að forsetinn sjálfur hafi farið með nýjan sendiherra til að skoða lóðina í Sogamýri þar sem fyrirhuguð moska á að rísa. Einnig var rætt við Salmann Tamimi, varaformann félagsins, sem fór mikinn og sagði að Félagið myndi aldrei þiggja fé frá Sádí Arabíu. Líkast til er það til þeirra orða sem vísað er þegar segir í tilkynningu Sverris: „Þangað til tilkynning berst varðandi þennan styrk vill ég undirritaður ekki gefa neinar yfirlýsingar og allar yfirlýsingar frá einstökum meðlimum félagsins geta eingöngu lýst þeirra persónulegu skoðunum.“ Vísir hefur haft þetta mál til skoðunar í vikunni. Rætt hefur verið við Urði Gunnarsdóttur hjá utanríkisráðuneytinu en hún segir að ráðuneytið hafi enga milligöngu þá er varðar þær styrkveitingar sem forsetinn greinir frá. Vísi var kunnugt um að nýr sendiherra Sádi Arabíu, sem staðsettur er í Stokkhólmi, væri væntanlegur til að afhenda erindisbréf sitt en hjá forsetaskrifstofu fengust þær upplýsingar að þeir vildu segja frá slíkum komum sjálfir, eftir að þær hafa átt sér stað. Þá sendi Vísir á þriðjudag fyrirspurn til sendiráðs Sádí Arabíu í Stokkhólmi, sem snéri að fjárstuðningi við íslensk félög, en ekkert svar hefur enn borist. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri virðist ekki vita neitt um málið, hann geldur varhug við peningagjöfum sem slíkum og hyggst hann setja mannréttindaráð borgarinnar í að rannsaka hvernig í þessu liggur.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Segir félagið ekki hafa tekið afstöðu gegn gjöf Sádi Arabíu Sverrir Agnarsson tekur ekki undir orð Salmans Tamimi um að neita 135 milljónum til byggingar mosku. 5. mars 2015 22:32
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02