Skapandi leikur við bryggjuna Erla Björg Gunnarsdótti skrifar 6. júní 2015 10:00 Undirbúningur var í fullum gangi þegar ljósmyndari kom við á leikvellinum. Frá vinstri: Inga María, Almar, Linda Mjöll, Liljar Már og Árni Þór. Þörbjörn Emil skellti sér í kafarabúning. Fréttablaðið/Pjetur Á opnu svæði á milli Slippsins og Sjóminjasafnsins hefur risið heldur óvenjulegt leiksvæði í tilefni af Hátíð hafsins. Linda Mjöll Stefánsdóttir leikmyndahönnuður hefur undanfarna daga hannað svæðið ásamt góðum hópi aðstoðarmanna. „Þetta er bryggjusprell og hefur verið partur af Hátíð hafsins síðustu tvö ár. Okkur langaði að breyta umhverfi leikja á þessari hátíð, hafa eitthvað annað en hoppukastala og gera leikvöll sem tengist svæðinu – sjó og bryggju,“ segir Linda. Allur efniviður á leiksvæðinu tengist sjónum á einhvern hátt og er endurnýttur frá gjafmildum nágrönnum vallarins. „Efnið er sett inn í leikinn á óhefðbundinn hátt þannig að börnin fá tilfinningu fyrir að þetta er ekta. Þetta eru vinnutæki. Belgir hanga eins og rólur, net liggja um völlinn ásamt fiskkörum. Svo lyktar þetta eins og hafið. Það er rétta lyktin fyrir þessa hátíð,“ segir Linda hlæjandi og bætir við að leikvöllurinn sé til þess gerður að efla frjálsan og skapandi leik.Sköpunargáfa barnanna fær að njóta sín „Það er ekki skipulögð dagskrá en hér er hægt að klifra og búa til ævintýralega kastala. Fara í koddaslag á stórum trédrumbi, taka þátt í smíðasmiðju og búa til eitthvað úr efniviðnum.“ Þegar blaðamaður nær tali af Lindu er verið að leggja lokahönd á leikvöllinn. Hann er þó nú þegar fullur af krökkum á öllum aldri. „Það eru börn hér úti um allt. Þau eru að færa til efniviðinn og búa sér til kofa úr því sem þau finna. Það er svo gaman að horfa á þau skapa úr efniviðnum. Sérstaklega eldri börn sem maður sér aldrei á hefðbundnum leikvöllum. Þetta er mér mikilvægt, að börn hafi valkosti í leik og fái að vera skapandi.“Hvað: Bryggjusprell á Hátíð hafsinsHvar: Á milli Slippsins og SjóminjasafnsinsHvenær: Laugardag og sunnudag, kl. 12-18. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Á opnu svæði á milli Slippsins og Sjóminjasafnsins hefur risið heldur óvenjulegt leiksvæði í tilefni af Hátíð hafsins. Linda Mjöll Stefánsdóttir leikmyndahönnuður hefur undanfarna daga hannað svæðið ásamt góðum hópi aðstoðarmanna. „Þetta er bryggjusprell og hefur verið partur af Hátíð hafsins síðustu tvö ár. Okkur langaði að breyta umhverfi leikja á þessari hátíð, hafa eitthvað annað en hoppukastala og gera leikvöll sem tengist svæðinu – sjó og bryggju,“ segir Linda. Allur efniviður á leiksvæðinu tengist sjónum á einhvern hátt og er endurnýttur frá gjafmildum nágrönnum vallarins. „Efnið er sett inn í leikinn á óhefðbundinn hátt þannig að börnin fá tilfinningu fyrir að þetta er ekta. Þetta eru vinnutæki. Belgir hanga eins og rólur, net liggja um völlinn ásamt fiskkörum. Svo lyktar þetta eins og hafið. Það er rétta lyktin fyrir þessa hátíð,“ segir Linda hlæjandi og bætir við að leikvöllurinn sé til þess gerður að efla frjálsan og skapandi leik.Sköpunargáfa barnanna fær að njóta sín „Það er ekki skipulögð dagskrá en hér er hægt að klifra og búa til ævintýralega kastala. Fara í koddaslag á stórum trédrumbi, taka þátt í smíðasmiðju og búa til eitthvað úr efniviðnum.“ Þegar blaðamaður nær tali af Lindu er verið að leggja lokahönd á leikvöllinn. Hann er þó nú þegar fullur af krökkum á öllum aldri. „Það eru börn hér úti um allt. Þau eru að færa til efniviðinn og búa sér til kofa úr því sem þau finna. Það er svo gaman að horfa á þau skapa úr efniviðnum. Sérstaklega eldri börn sem maður sér aldrei á hefðbundnum leikvöllum. Þetta er mér mikilvægt, að börn hafi valkosti í leik og fái að vera skapandi.“Hvað: Bryggjusprell á Hátíð hafsinsHvar: Á milli Slippsins og SjóminjasafnsinsHvenær: Laugardag og sunnudag, kl. 12-18.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels