Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júní 2015 22:03 Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan. Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Gangagerðarmaður sem tók þátt í að grafa ísgöngin í Langjökli er sannfærður um að þau eigi eftir að slá í geng og verða lyftistöng fyrir héraðið. Vont veður hrelldi oft vinnumenn á svæðinu í vetur og vonast þeir til að sumarið sé nú loksins komið. Hátt í eitt hundrað manns voru viðstaddir þegar ísgöngin voru vígð í gær. Það var Rangheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála sem sá um vígsluna en göngin eru stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu. Fyrir marga var þetta stór stund. Þeirra á meðal nokkra menn úr sveitinni sem grófu göngin en vinnan tók sinn tíma. „Við byrjuðum hérna 11. mars í fyrra þannig að þetta er hérna rétt rúmt ár sem að þetta hefur tekið,“ segir Andrés Eyjólfsson einn þeirra sem unnið hefur að gerð ganganna. Hann segir fjóra til átta menn að jafnaði hafa verið að störfum við að grafa gögnin. Verkið hafi að mestu gengið vel en veðrið hafi þó stundum gert mönnum erfitt fyrir. „Það er eina sem hefur tafið okkur og hrellt okkur,“ segir Andrés.Opnunarpartýið var veglegt enda mikið lagt í göngin.Mynd/VísirÁtta þúsund ferðir seldar Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. Búist er við því að flestir gestirnir komi til með að nýta sér snjóbíla eða jeppa til að komast að göngunum. Fyrir þá sem vilja fara hraðar yfir er boðið upp á þyrluferðir úr Reykjavík upp á jökulinn sjálfan. „Þetta á eftir að slá í gegn ég er alveg klár á því,“ segir Andrés. Hann segir þá sem þegar hafa komið í göngin hafa heillast. „Það er bara á einn veg. Það eru bara allir stórhrifnir,“ segir Andrés. Hann er sannfærður um að göngin komi til með að fjölga ferðamönnum á svæðinu verulega. „Þá náttúrulega er þetta ákaflega mikil lyftistöng fyrir héraðið,“ segir Andrés.Tenór prófaði hljómburð ganganna Hann er ánægður með árangurinn og sáttur við að þessi fimm hundrað metra löngu ísgöng séu nú orðin að veruleika. Þó hann sé á sama tíma feginn að verkefninu sé lokið. „Það er náttúrulega ákveðin hvíld í því enda er sumarið komið vona ég,“ segir Andrés. Hljómburðurinn í göngunum þykir víða góður og var landþekkti tenórinn Gissur Páll Gissurarson fenginn til að kanna hann í gær. Vakti flutningur hans á Hamraborginni mikla lukku meðal gesta eins og sjá má í fréttinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30 Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Ísland í dag: Stærsti íshellir í heimi verður mögulega til í Langjökli Lokið verður við að grafa ísgöngin í Langjökli á næstu dögum. Þegar göngin verða opnuð í byrjun sumars geta gestir gengið um sex hundruð metra leið inni í jöklinum. 16. febrúar 2015 22:30
Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum. 8. apríl 2015 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24