Innlent

Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu, sem eru í Langjökli, voru formlega opnuð í dag. Hátt í eitt hundrað gestir voru viðstaddir opnunarathöfnina.

Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem vígði göngin við hátíðlega athöfn og leist henni vel á.

„Þvílík viðbót við íslenska ferðaþjónustu. Þetta er nákvæmlega það sem að við erum búin að vera að tala um að okkur vanti. Fleiri vörur,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir gögnin vera frábæra viðbót við þá afþreyingu sem þegar er í boði fyrir ferðamenn og koma til með að skapa tekjur.

„Að vera inni í jökli á 30 metra dýpi. Það er algjörlega ólýsanlegt. Þannig að þetta er sannarlega orðinn einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín.



Tengdar fréttir

Ísgöngin í Langjökli loks komin hringinn

Fimm hundruð metra ísgöng í Langjökli verða opnuð ferðamönnum 1. júní. Að sögn framkvæmdastjóra IceCave Iceland er mikill áhugi fyrir hellinum. Nú hafi hátt í fjögur þúsund bókað ferð á jökulinn. Hringnum var lokað á annan páskum.

Uppsöfnuð þörf fyrir fjárfestingu í afþreyingu

Sjóðsstjóri hjá Landsbréfum segir uppsafnaða þörf vera fyrir fjárfestingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sjóðurinn hyggst fjárfesta í verkefni á Hvolsvelli og í Óbyggðasetri í Fljótsdal. Á nú þegar aðild að fjórum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×