Stjórnendur Landspítala hafa áhyggjur af öryggi Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 „Það verður heilmikil röskun á starfseminni,“ segir Guðlaug Rakel. fréttablaðið/valli Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel. Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Starfsmenn Landspítala, sem tilheyra fjórum aðildarfélögum innan Bandalags háskólamanna, hefja verkfall í dag. Þetta eru geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður. Aðgerðir verða enn umsvifameiri á fimmtudaginn þegar samstöðuverkföll fara fram. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, starfandi forstjóri Landspítala, segir að verkfallið muni hafa verulega truflandi áhrif á starfsemi Landspítalans þann tíma sem það varir. „Þetta er aðeins öðruvísi heldur en læknadeilan, en ég held að þetta hafi ekkert síður áhrif á starfsemi spítalans en læknadeilan hefur haft. Þannig að við eigum svolítið eftir að sjá hvernig næsta vikan þróast,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við Fréttablaðið. Lífeindafræðingar sem starfa á Landspítalanum verða í verkfalli alla daga frá klukkan átta til tólf. Ljósmæður verða í verkfalli á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum, en geislafræðingar verða í verkfalli allan tímann. Guðlaug Rakel segir að fæðingagangurinn á Kvennadeildinni muni starfa eins og flesta daga þar á undan og flestir starfsmenn þar séu á undanþágu. „En þetta mun hafa áhrif á skipulagða keisaraskurði, áhættumæðraeftirlit og svoleiðis. Bráðaþjónustu er sinnt en það sem má bíða það bíður,“ segir Guðlaug Rakel. Guðlaug segir að verkfallið muni einnig hafa áhrif á hjartaþræðingar. Neyðartilvikum verði sinnt en skipulagðar aðgerðir og annað sem getur beðið, verður látið bíða. „Þannig að það verður heilmikil röskun á starfseminni og þetta mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi spítalans og þjónustu við sjúklinga. Þetta er flókin og viðkvæm starfsemi sem er keyrð á fullum afköstum alla daga og þetta hefur mikil áhrif á starfsemina og þjónustu við sjúklinga,“ segir hún. „Við höfum áhyggjur af öryggi í svona aðstæðum. En við í framkvæmdastjórninni ætlum að hittast í fyrramálið klukkan átta og fara yfir það hvernig dagurinn fer af stað. Síðan fundum við mjög reglulega til að reyna að grípa inn í ef það er eitthvað sem stefnir í, sem við getum gripið inn í. Þannig að við þurfum að vakta þetta frá klukkutíma til klukkutíma,“ segir Guðlaug Rakel.
Tengdar fréttir Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00