Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði minnst átta ökumenn í gærkvöldi og í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefnis. Þar að auki voru nokkrir þeirra án ökuréttinda og einhverjir sem hafa margsinnis verið stöðvaðir við akstur án réttinda.
Í dagbók lögreglunnar segir að leigubílsstjóri hafi ekið í port lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu á sjöunda tímanum í gær. Sá maður hafði áður verið til vandræða á bar í miðborginni og fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Í nótt var svo kvartað yfir konu á bar í miðborginni. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var konan í tökum dyravarða. Til stóð að keyra konunni heim en í bílnum veittist konan að lögreglumanni og sló til hans. Því var hún handtekin.
Mikið um stúta í borginni
Samúel Karl Ólason skrifar
