Innlent

Kannabisnotkun áhrifaþáttur fyrir geðrof

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig virðist kannabisnotkun hafa önnur áhrif á fólk með geðrof.
Einnig virðist kannabisnotkun hafa önnur áhrif á fólk með geðrof. Vísir/GVA
Kannabisnotkun virðist vera sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og þróun geðklofasjúkdóma. Þetta kom fram í fyrirlestri Arnars Jan Jónssonar í Háskóla Íslands í morgun. Fyrirlesturinn er hluti af ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs skólans og er byggður á grein eftir þau Arnar, Heru Birgisdóttir, sem bæði eru kandídatar á Landspítalanum og Engilbert Sigurðsson, prófessor í læknisfræði.

Þau gerðu kerfisbundna leit, þar sem leitað var að greinum sem hafa fjallað um þetta tiltekna mál.

„Að lokum fórum við alls yfir 14 ferilrannsóknir sem gerðar voru á níu rannsóknarþýðum og níu tilfellaviðmiðarannsóknir sem voru gerðar á jafnmörgum rannsóknarþýðum,“ segir Arnar Jan Jónsson í samtali við Vísi.

Þau Arnar, Hera og Engilbert fóru kerfisbundið yfir aðferðafræði og niðurstöður þessarar greina.

Arnar Jan Jónsson.Vísir/GVA
„Þegar maður dregur þetta allt saman og við drógum ályktanir út frá þessum greinum. Þá kemur í ljós að kannabisnotkun virðist vera sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrofi og þróun geðklofasjúkdóma.“

Einnig virðist kannabisnotkun hafa önnur áhrif á fólk með geðrof.

„Áhættan virðist vera mest hjá ungu fólki, þá unglingum og ungum fullorðnum. Jafnframt kom fram í safngrein sem birt var árið 2011 að þeir sem höfðu notað kannabis og síðan greinst með geðrof, fengu sitt fyrsta geðrof 2,7 árum fyrr. Miðað við þá sem ekki höfðu fengið geðrof en ekki notað kannabis.“

Fyrirlesturinn er byggður á grein eftir þau Arnar, Heru og Engilbert og birtist í læknablaðinu í september. Þar má sjá frekari upplýsingar um rannsókn þeirra.


Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir um kannabis: Segja vísbendingar um tengsl milli kannabiss og geðrofs

„Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því," segir Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar. Vísbendingar séu um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofs að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.