Skoða hvort ESB sé tilbúið að lækka tolla á fiskafurðir Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. ágúst 2015 07:00 Rússar hafa fargað hundruðum tonna af innfluttum matvælum. Frosinn makríll gæti endað undir beltum jarðýtunnar. Nordicphotos/AFP „Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Miðað við þær tölur sem ég hef séð ef við berum saman áhrif á Ísland annars vegar og Evrópusambandið hins vegar með tilliti til landsframleiðslu þá eru þau tuttugu sinnum meiri fyrir okkur en ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra um viðskiptabann Rússlands gagnvart Íslandi. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í gær. „Þetta eru margar hverjar vörur sem við erum að flytja út en á meðan til dæmis Þjóðverjar flytja enn út ýmiss konar iðnvarning á borð við bíla, verkfæri og fleira.“ Sigmundur átti símafund með Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson„Rússar leggja áherslu á að þeir hafi ekki verið fyrri til að innleiða þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmundur. „Á móti minnti ég á að mikill munur væri á áhrifunum af Íslands hálfu annars vegar og Rússlands hins vegar.“ Ríkisstjórnin fundaði meðal annars um hugsanlegar leiðir til að bæta útflutningsaðilum skaðann og allra leiða er leitað. „Við erum að leita allra leiða til að koma þeim til aðstoðar sem fyrir þessu verða. Hvort sem það er að leita nýrra markaða og við höfum jafnvel verið tilbúin að skoða það að bakka fólk upp með tryggingu eða slíku.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í lok ríkisstjórnarfundar í dag að þar sem Ísland væri að taka á sig mikið högg vegna þeirra þvingunaraðgerða sem Ísland tekur þátt í með Evrópusambandinu gegn Rússum væri eðlilegt að sambandið opnaði markaði sína fyrir innflutningi á íslenskum sjávarútvegsvörum. Sigmundur segir að slíkar þreifingar séu þegar farnar af stað.Dímitrí Medvedev„Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við Evrópusambandið og átt símafundi út af þessum tollamálum. Okkur þykir það eðlilegt í ljósi þess hve þungt þetta bitnar á Íslandi að Evrópusambandið endurskoði þessa háu tolla sem það leggur á þessar vörur.“ Þá fundaði Sigmundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og meðal annars var viðskiptabann Rússa rætt. Landssamband smábátaeigenda hefur meðal annars lagt til að Ólafur beiti tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að aflétta viðskiptabanninu. „Forseti metur það sjálfur hvort og hvernig hann beitir sér í þessu máli. Þessi forseti og raunar forverar hans hafa iðulega beitt sér fyrir því að liðka fyrir milliríkjaviðskiptum. Það hefur oft haft töluverð áhrif,“ segir Sigmundur. Ekki náðist í forseta Íslands þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki nógu snemma inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi ekki verið haldnir í sumar. Sigmundur er ekki sammála þeirri gagnrýni en hann bendir á að hvorki ríkisstjórnin né hagsmunaaðilar hafi frétt af þessu fyrr en í lok júní og að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi unnið í málinu allan tímann. Hann segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta þvingunaraðgerðum sínum gagnvart Rússum.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira