Enski boltinn

Fjórar milljónir í sekt fyrir reykingar í sturtunni

Pólverjinn á erfitt með að hætta að reykja.
Pólverjinn á erfitt með að hætta að reykja. vísir/getty
Hinn pólski markvörður Arsenal, Wojciech Szczesny, er sagður hafa verið sektaður af félaginu fyrir óvenjulega hegðun.

Hermt er að Szczesny hafi gert sér lítið fyrir og kveikt í sígarettu inn í sturtuklefa eftir tap Arsenal gegn Southampton á Nýársdag.

Fyrir það á félagið að hafa sektað markvörðinn um 4 milljónir króna. Dýr sígaretta.

Arsenal hefur ekki staðfest þessar fréttir en sterkur orðrómur um að eitthvað mikið hafi gerst með Szczesny eftir þennan leik hefur verið í gangi á internetinu frá því leik lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×