Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2015 17:29 Ingimar Karl Helgason „Nú er ákveðnu skeiði er lokið. Mjög frjóu og skemmtilegu tímabili í stuttri sögu Reykjavíkur vikublaðs,“ skrifar Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, í kveðju til lesenda eftir að útgáfufélagið Fótspor ehf. tilkynnti í gær að það myndi hætta útgáfu vikublaða sinna frá og með deginum í gær.Vísir greindi frá því í kjölfarið að Vefpressan ehf. hefði keypt útgáfuréttinn að vikublöðum Fótspors ehf. og mun Ámundi Ámundason, ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors, taka til starfa hjá Vefpressunni sem auglýsingastjóri í haust. „Fréttir gærdagsins um að útgáfa blaðsins hefði verið seld til Vefpressunnar komu mjög á óvart. Satt að segja hafði útgefandinn fyrrverandi nýlega talað um að fjölga síðum í Reykjavík vikublaði með haustinu og hef ég heldur verið að hugsa á þeim nótum en öðrum,“ skrifar Ingimar Karl. Hann segir það blasa við að góðir hlutir hafi verið að gerast á Reykjavík vikublaði og raunar ýmsum öðrum blöðum Fótsporsútgáfunnar. Hann segir svo til alla fjölmiðla hafa tekið upp fréttir úr næstum hverju einasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs allra síðustu misserin og viðbrögð lesenda við efnistökum og umfjöllun hafi jafnframt verið mikil. „Yfirleitt eru þau jákvæð og fólk hefur lýst mikilli ánægju með gagnrýna, málefnalega og sanngjarna blaðamennsku. Viðbrögð úr sumum afkimum ráðandi afla hafa líka styrkt okkur í þeirri trú að við höfum verið að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég held satt að segja að þessi staðreynd hafi gert að verkum að útgáfufyrirtækið Fótspor hafði eitthvað til að selja þegar allt kemur til alls, hvernig sem á það er litið.“ Hann segir þetta sannarlega vera tímamóti og ekki vitað hvað sé fram undan. „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ Tengdar fréttir Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
„Nú er ákveðnu skeiði er lokið. Mjög frjóu og skemmtilegu tímabili í stuttri sögu Reykjavíkur vikublaðs,“ skrifar Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, í kveðju til lesenda eftir að útgáfufélagið Fótspor ehf. tilkynnti í gær að það myndi hætta útgáfu vikublaða sinna frá og með deginum í gær.Vísir greindi frá því í kjölfarið að Vefpressan ehf. hefði keypt útgáfuréttinn að vikublöðum Fótspors ehf. og mun Ámundi Ámundason, ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors, taka til starfa hjá Vefpressunni sem auglýsingastjóri í haust. „Fréttir gærdagsins um að útgáfa blaðsins hefði verið seld til Vefpressunnar komu mjög á óvart. Satt að segja hafði útgefandinn fyrrverandi nýlega talað um að fjölga síðum í Reykjavík vikublaði með haustinu og hef ég heldur verið að hugsa á þeim nótum en öðrum,“ skrifar Ingimar Karl. Hann segir það blasa við að góðir hlutir hafi verið að gerast á Reykjavík vikublaði og raunar ýmsum öðrum blöðum Fótsporsútgáfunnar. Hann segir svo til alla fjölmiðla hafa tekið upp fréttir úr næstum hverju einasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs allra síðustu misserin og viðbrögð lesenda við efnistökum og umfjöllun hafi jafnframt verið mikil. „Yfirleitt eru þau jákvæð og fólk hefur lýst mikilli ánægju með gagnrýna, málefnalega og sanngjarna blaðamennsku. Viðbrögð úr sumum afkimum ráðandi afla hafa líka styrkt okkur í þeirri trú að við höfum verið að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég held satt að segja að þessi staðreynd hafi gert að verkum að útgáfufyrirtækið Fótspor hafði eitthvað til að selja þegar allt kemur til alls, hvernig sem á það er litið.“ Hann segir þetta sannarlega vera tímamóti og ekki vitað hvað sé fram undan. „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“
Tengdar fréttir Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55