Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2015 17:29 Ingimar Karl Helgason „Nú er ákveðnu skeiði er lokið. Mjög frjóu og skemmtilegu tímabili í stuttri sögu Reykjavíkur vikublaðs,“ skrifar Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, í kveðju til lesenda eftir að útgáfufélagið Fótspor ehf. tilkynnti í gær að það myndi hætta útgáfu vikublaða sinna frá og með deginum í gær.Vísir greindi frá því í kjölfarið að Vefpressan ehf. hefði keypt útgáfuréttinn að vikublöðum Fótspors ehf. og mun Ámundi Ámundason, ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors, taka til starfa hjá Vefpressunni sem auglýsingastjóri í haust. „Fréttir gærdagsins um að útgáfa blaðsins hefði verið seld til Vefpressunnar komu mjög á óvart. Satt að segja hafði útgefandinn fyrrverandi nýlega talað um að fjölga síðum í Reykjavík vikublaði með haustinu og hef ég heldur verið að hugsa á þeim nótum en öðrum,“ skrifar Ingimar Karl. Hann segir það blasa við að góðir hlutir hafi verið að gerast á Reykjavík vikublaði og raunar ýmsum öðrum blöðum Fótsporsútgáfunnar. Hann segir svo til alla fjölmiðla hafa tekið upp fréttir úr næstum hverju einasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs allra síðustu misserin og viðbrögð lesenda við efnistökum og umfjöllun hafi jafnframt verið mikil. „Yfirleitt eru þau jákvæð og fólk hefur lýst mikilli ánægju með gagnrýna, málefnalega og sanngjarna blaðamennsku. Viðbrögð úr sumum afkimum ráðandi afla hafa líka styrkt okkur í þeirri trú að við höfum verið að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég held satt að segja að þessi staðreynd hafi gert að verkum að útgáfufyrirtækið Fótspor hafði eitthvað til að selja þegar allt kemur til alls, hvernig sem á það er litið.“ Hann segir þetta sannarlega vera tímamóti og ekki vitað hvað sé fram undan. „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ Tengdar fréttir Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
„Nú er ákveðnu skeiði er lokið. Mjög frjóu og skemmtilegu tímabili í stuttri sögu Reykjavíkur vikublaðs,“ skrifar Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs, í kveðju til lesenda eftir að útgáfufélagið Fótspor ehf. tilkynnti í gær að það myndi hætta útgáfu vikublaða sinna frá og með deginum í gær.Vísir greindi frá því í kjölfarið að Vefpressan ehf. hefði keypt útgáfuréttinn að vikublöðum Fótspors ehf. og mun Ámundi Ámundason, ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors, taka til starfa hjá Vefpressunni sem auglýsingastjóri í haust. „Fréttir gærdagsins um að útgáfa blaðsins hefði verið seld til Vefpressunnar komu mjög á óvart. Satt að segja hafði útgefandinn fyrrverandi nýlega talað um að fjölga síðum í Reykjavík vikublaði með haustinu og hef ég heldur verið að hugsa á þeim nótum en öðrum,“ skrifar Ingimar Karl. Hann segir það blasa við að góðir hlutir hafi verið að gerast á Reykjavík vikublaði og raunar ýmsum öðrum blöðum Fótsporsútgáfunnar. Hann segir svo til alla fjölmiðla hafa tekið upp fréttir úr næstum hverju einasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs allra síðustu misserin og viðbrögð lesenda við efnistökum og umfjöllun hafi jafnframt verið mikil. „Yfirleitt eru þau jákvæð og fólk hefur lýst mikilli ánægju með gagnrýna, málefnalega og sanngjarna blaðamennsku. Viðbrögð úr sumum afkimum ráðandi afla hafa líka styrkt okkur í þeirri trú að við höfum verið að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég held satt að segja að þessi staðreynd hafi gert að verkum að útgáfufyrirtækið Fótspor hafði eitthvað til að selja þegar allt kemur til alls, hvernig sem á það er litið.“ Hann segir þetta sannarlega vera tímamóti og ekki vitað hvað sé fram undan. „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“
Tengdar fréttir Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Eigendaskipti urðu í gær á Akureyri Vikublaði. Ritstjóri blaðsins segir aðvörunarljós blikka í tengslum við yfirtöku Vefpressunnar. 26. júlí 2015 12:32
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55