Fjárfestar vilja halda út rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 26. júlí 2015 12:32 Björn Þorláksson segir að það sé mikilvægt að áfram sé gefið út gagnrýnið blað í héraðinu. Vísir Hópur fjárfesta vill halda úti rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri í kjölfar þess að eigendaskipti urðu á Akureyri Vikublaði. Þetta segir Björn Þorláksson, ritstjóri vikublaðsins, en honum var í gær tilkynnt að fyrirtækið Fótspor hefði hætt útgáfustarfsemi sinni. Síðar um daginn bárust þær fréttir að Vefpressan hefði keypt útgáfuréttinn. „Tugir manna eru búnir að hafa samband við mig og segja að þeir myndu líta á það sem hræðilegt afturhvarf ef gagnrýnin rödd hér í héraðinu myndi lognast út af,“ segir Björn. „Ekki síst í ljósi þeirra umsvifa sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaði, þá vill maður hafa sem flesta miðla og eignarhald sem dreifðast. Þetta er líka spurning um ábyrgð gagnvart samfélaginu.“ Björn segir að það sé mikilvægt að áfram sé gefið út gagnrýnið blað í héraðinu. „Vitaskuld eru ýmis aðvörunarljós sem blikka, bæði í tengslum við þessa yfirtöku og fyrri yfirtökur,“ segir hann. „Maður sér það þannig að það sé verið að kaupa upp miðla til þess að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu. Til þess að breyta henni, þagga niður í gagnrýnum röddum og svo framvegis. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál.“ Björn og Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs sem einnig var gefið út af Fótsporum, segja að ekki hafi verið haft samband við sig í kjölfar eigendaskiptanna. Björn Ingi Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar, sagði í skriflegu svari til fréttastofu í morgun að útgáfu vikublaðanna yrði ekki hætt og að beðið væri samþykkis Samkeppniseftirlitsins á kaupunum á Fótsporum. Tengdar fréttir Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Hópur fjárfesta vill halda úti rekstri nýs bæjarblaðs á Akureyri í kjölfar þess að eigendaskipti urðu á Akureyri Vikublaði. Þetta segir Björn Þorláksson, ritstjóri vikublaðsins, en honum var í gær tilkynnt að fyrirtækið Fótspor hefði hætt útgáfustarfsemi sinni. Síðar um daginn bárust þær fréttir að Vefpressan hefði keypt útgáfuréttinn. „Tugir manna eru búnir að hafa samband við mig og segja að þeir myndu líta á það sem hræðilegt afturhvarf ef gagnrýnin rödd hér í héraðinu myndi lognast út af,“ segir Björn. „Ekki síst í ljósi þeirra umsvifa sem hafa orðið á fjölmiðlamarkaði, þá vill maður hafa sem flesta miðla og eignarhald sem dreifðast. Þetta er líka spurning um ábyrgð gagnvart samfélaginu.“ Björn segir að það sé mikilvægt að áfram sé gefið út gagnrýnið blað í héraðinu. „Vitaskuld eru ýmis aðvörunarljós sem blikka, bæði í tengslum við þessa yfirtöku og fyrri yfirtökur,“ segir hann. „Maður sér það þannig að það sé verið að kaupa upp miðla til þess að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu. Til þess að breyta henni, þagga niður í gagnrýnum röddum og svo framvegis. Það er náttúrulega mjög alvarlegt mál.“ Björn og Ingimar Karl Helgason, ritstjóri Reykjavíkur Vikublaðs sem einnig var gefið út af Fótsporum, segja að ekki hafi verið haft samband við sig í kjölfar eigendaskiptanna. Björn Ingi Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar, sagði í skriflegu svari til fréttastofu í morgun að útgáfu vikublaðanna yrði ekki hætt og að beðið væri samþykkis Samkeppniseftirlitsins á kaupunum á Fótsporum.
Tengdar fréttir Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55