Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2015 19:55 Björn Ingi Hrafnsson er einn af eigendum Vefpressunnar ehf. Vísir/Ernir Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“ Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“
Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira