Sjúkrahótel framyfir betri lækningar Linda Blöndal skrifar 26. janúar 2015 20:00 Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Kolröng forgangsröðun hjá Landspítalanum veldur því að mikilvæg rannsóknartæki verða ekki keypt til landsins, segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Stefán gagnrýndi byggingu sjúkrahótels Landspítalans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fjögur þúsund fermetra sjúkrahótel mun rísa á lóð spítalans og framkvæmdir hefjast í apríl næstkomandi. Kostnaðurinn er metinn á bilinu 1,5 til 2 milljarðar króna.Á að spara Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í liðinni viku að með nýja sjúkrahótelinu mætti spara spítalanum fjármuni og yrði það verulegur hluti þeirra tveggja milljarða króna sem ætlaður er að sparist við að sjúkrahússtarfsemin færist undir einn hatt. Langt á eftir í krabbameinslækningumSamtök heilbrigðisfyrirtækja eru samtök sjálfstætt starfandi fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og birti Stefán grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir sérstaklega á meðferðir krabbameinssjúklinga. Hann segir að þeim sé ábótavant og þær langt frá því að vera viðunandi miðað við það sem eðlilegt þykir í nágrannalöndum okkar. „Ég hef ekkert á móti því að byggja sjúkrahótel í sjálfu sér,“ segir Stefán. „Það sem ég er að vekja athygli á er forgangsröðunin í þessum málum. Í dag erum við með ágætlega fínt sjúkrahótel og það er með það eins og margt annað, auðvitað má bæta og laga allt. Málið er að það brenna eldar víðar í heilbrigðiskerfinu eins og allir vita. Eitt dæmi er sláandi og það er að hér á landi er enginn jáeindaskanni eða pet-skann sem er tæki sem er nauðsynlegt í dag og þykir sjálfsagt í öðrum löndum við greiningu og meðferð krabbameina. Ég held að allir geti skilið að það er ekki boðlegt. Þetta ágæta sjúkrahótel getur vel beðið,“ bætir hann við og nefnir að meðferð við heilablóðfalli sé heldur ekki boðleg hér.Lítill hluti af nýjum byggingum LSHByggingin er sex prósent áætlaðs byggingarmagns í nýbyggingum Landspítlans næstu árin. Fjórar byggingar eru á þeim áætlunum, þar á meðal nýji hátæknispítalinn sem nefndur er Meðferðarkjarni. Stefán gagnrýnir að gert sé ráð fyrir því að 35 prósent af hægræðinu af nýjum Landspítala eigi að verða vegna hótelsins. Um 945 milljónir eru eyrnamerktar nýbyggingum spítalans á fjárlögum en opinbert hlutafélag á vegum spítalans, Nýji Landspítalinn, sér um framkvæmdirnar.Ríkisstjórnin með slæma ráðgjafa í byggingarmálum LSH„Nú hefur ríkisstjórnin sett saman metnaðarfulla áætlun um endurnýjun núverandi tækja á Landspítalanum og það er vel,“ segir Stefán. „Hins vegar er það þannig að þeir sem að úthluta fjármagninu fá ráð og ég held og segi með þessu að ráðgjafarnir eru ekki góðir í þessu efni. Ég held að það þurfi að líta til þeirra sem standa fyrir þessum framkvæmdum, meðal annars til þeirra sem stýra Nýja Landspítalanum.“Enn óljóst með rekstrartölur Með sjúkrahótelinu á að stytta legutíma inni á spítalanum og rýma sjúkrarúmin hraðar fyrir veikari sjúklingum. Svo á verða sjúklingar sem enn þurfa umönnun hjúkrunarfólks. Það mun þá líka nýtast aðstandendum sjúklinga. Landspítalinn hefur enn ekki birt rekstrartölur vegna nýja hótelsins og þá hvernig hagræðingin á að verða með því.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira