Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2015 12:42 Reykjavíkurflugvöllur. Minnsta flugbraut vallarins, sem deilt er um, sést á miðri mynd. Vísir/Pjetur Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“ Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“
Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30