Enski boltinn

Aston Villa heldur áfram að bæta við sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gestede var drjúgur fyrir Blackburn á síðasta tímabili.
Gestede var drjúgur fyrir Blackburn á síðasta tímabili. vísir/getty
Aston Villa hefur verið aðsópsmikið á leikmannamarkaðinum í sumar og í dag bættust tveir nýjir leikmenn í hópinn; Rudy Gestede og Jordan Veretout.

Þeir skrifuðu báðir undir fimm ára samning við Villa sem endaði í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra.

Gestede er 26 ára gamall framherji sem kemur frá Blackburn Rovers.

Gestede, sem hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum fyrir landslið Benín, skoraði 22 mörk í 44 leikjum fyrir Blackburn á síðasta tímabili.

Veretout er 22 ára gamall miðjumaður sem kemur frá Nantes í Frakklandi. Veretout skoraði sjö mörk og lagði upp sex í 36 deildarleikjum fyrir Nantes í fyrra. Hann hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakklands.

Tim Sherwood, knattspyrnustjóri Villa, hefur alls fengið níu leikmenn til liðsins í sumar.

Á móti kemur að Villa er búið að missa sína sterkustu leikmenn; Christian Benteke, Fabian Delph og Ron Vlaar.


Tengdar fréttir

Vlaar frá í fjóra mánuði

Hollenski miðvörðurinn Ron Vlaar verður frá næstu fjóra mánuðina vegna hnémeiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×