Enski boltinn

Richards reynir að blása nýju lífi í ferilinn hjá Aston Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richards er yngsti varnarmaðurinn sem hefur verið valinn í enska landsliðið.
Richards er yngsti varnarmaðurinn sem hefur verið valinn í enska landsliðið. vísir/getty
Enski varnarmaðurinn Micah Richards er genginn í raðir Aston Villa frá Manchester City.

Richards, sem er 26 ára, kemur á frjálsri sölu til Villa en samningur hans við City rennur út um mánaðarmótin.

Richards var á sínum tíma ein af vonarstjörnum enska landsliðsins og var fyrst valinn í það aðeins 18 ára að aldri.

Richards, sem er frá Birmingham, var í stóru hlutverki hjá City þegar liðið varð Englandsmeistari tímabilið 2011-12 en hefur síðan þá aðeins leikið sjö deildarleiki með liðinu.

Hann var lánaður til Fiorentina á Ítalíu á síðustu leiktíð en lék aðeins tíu leiki í deildinni með Flórens-liðinu.

Richards gerði fjögurra ára samning við Villa en liðið endaði í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur, aðeins þremur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×