Enski boltinn

Wilkins í þjálfarateymi Sherwood hjá Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ray Wilkins á langan feril að baki.
Ray Wilkins á langan feril að baki. Vísir/Getty
Hinn 58 ára gamli Ray Wilkins hefur staðfest að hann hafi verið ráðinn til Aston Villa og verði hluti af þjálfarateymi Tim Sherwood knattspyrnustjóra.

„Ég hef rætt við Tim síðustu vikurnar og hann hefur nú staðfest að ég verði hluti af teyminu. Mér finnst frábært að vera kominn til baka,“ sagði Wilkins í samtali við enska fjölmiðla.

Wilkins átti frábæran feril sem leikmaður og lék með Chelsea, Manchster United, AC Milan og PSG. Hann starfaði einnig lengi sem þjálfari hjá Chelsea og var eitt sinn landsliðsþjálfari Jórdaníu.

„Aston Villa ætti að vera topp tíu lið í ensku úrvalsdeildinni. Það er bara svo einfalt. Liðið sýndi undir lok síðasta tímabils hversu megnugt það er,“ sagði Wilkins en Aston Villa bjargaði sér frá falli með góðum endaspretti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×