Enski boltinn

Benteke genginn til liðs við Liverpool | Næst­dýr­ast­ur í sögu félagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Benteke skrifar undir í dag.
Benteke skrifar undir í dag. mynd/heimasíða liverpool
Liverpool staðfesti rétt í þessu að búið væri að ganga frá kaupunum á belgíska landsliðsframherjanum Christian Benteke frá Aston Villa. Liverpool greiðir Aston Villa 32,5 milljónir punda en hluti greiðslunnar er árangurstengdur.

Benteke sem verður 25 ára í desember gekk til liðs við Aston Villa frá Genk árið 2012 og sló hann í gegn hjá Aston Villa. Lék hann alls lék 88 leiki fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 42 mörk, þar af fimm mörk í sex leikjum gegn Liverpool.

Er upphæðin sem Liverpool greiddi fyrir hann næst hæsta fjárhæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann á eftir Andy Carroll.

Benteke er sjöundi leikmaðurinn sem Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool fær til liðs við sig en félagið hefur þegar gengið frá kaupunum á James Milner, Danny Ings, Joe Gomez, Robert Firminho, Nathaniel Clyne og Ádám Bogdán.

Hjá Liverpool hittir Benteke fyrir liðsfélaga sína úr belgíska landsliðinu þá Simon Mignolet og Divock Origi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×