Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Una Sighvatsdóttir skrifar 26. október 2015 20:04 Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkuborgar um friðun hafnargarðsins sem grafinn var upp á Austurbakka. Forsætisráðherra hefur boðað verktakann á sinn fund á morgun til að semja um lausn, en framkvæmdir hófust þó aftur á Austurbakka í dag, eftir sex vikna hlé. Vinnuvélarnar hrófla þó ekki við hafnargarðinum, fyrr en endanlega hefur verið ákveðið hvort vernda eigi alla grjóthleðsluna eða ekki. Minjastofnun taldi upphaflega að garðurinn væri meira en 100 ára gamall, en brást við með skyndifriðun í september þegar Borgarsögusafn upplýsti að grjóthleðslan næði ekki svo háum aldri. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er manna fróðastur um sögu hafnarsvæðisins og segir alveg ljóst að garðurinn hafi ekki náð hundrað ára aldri. „Þessi hleðsla er alveg greinilega frá 1928, bæði sést það á ljósmyndum sem eru nákvæmlega ársettar það ár, þegar verið er að hlaða hann. En eins sést það á blaðafréttum,“ segir Guðjón og vísar í dagblaðið Vísi frá 14. september 1928 þegar sagt er frá því að unnið sé að vegbótum við höfnina og samhliða því hafi hleðslan á sjávarbakkanum verið færð allmikið út.Hluti af gatnagerð síns tímaGarðurinn var því ekki hluti af sjálfri hafnargerð Reykjavíkur, sem fram fór árin 1913-1917 og var stærsta framkvæmd þess tíma, heldur var hann reistur um áratug síðar samhliða malbikun Tryggvagötu. „Tryggvagata lá nefnilega hér fyrir ofan og þetta er einskonar hleðsla til varnar henni, af því hún er á uppfyllingu og það varð nú oft sjórof,“ segir Guðjón og bætir því við að garðurinn hafi ekki verið sjáanlegur nema í rúman áratug því á árunum 1939-1941 var ákveðið að sameina Miðbakka og Austurbakka. Var þá mokað yfir víkina á milli þeirra, og hafnargarðinn um leið.Það er kannski hluti af því hvers vegna hann hefur varðveist svona vel?„Já ég gæti vel trúað því. Hann er náttúrulega mjög vel varðveittur og þetta er heljarmikið mannvirki.“Garðurinn er mikil framkvæmd á sínum tíma, en hann skilgreinist samt ekki sem fornminjar?„Ekki samkvæmt þessari 100 ára reglu, það er alveg augljóst.“Þannig að byggingarsögulegt gildi hans og verðmæti í dag það er kannski háð persónulegu mati hvers og eins, eða hvað?„Ég reikna nú með því já, eða mati rétt kjörinna yfirvalda. Þetta eru náttúrulega gríðarlegir hagsmunir sem liggja í þessum byggingalóðum hérna og spurning hversu mikils virði er að hafa þennan garð einhvers staðar í einhverjum bílakjallara. En ég ætla nú svo sem ekki að dæma um það.“ Tengdar fréttir Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01 Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkuborgar um friðun hafnargarðsins sem grafinn var upp á Austurbakka. Forsætisráðherra hefur boðað verktakann á sinn fund á morgun til að semja um lausn, en framkvæmdir hófust þó aftur á Austurbakka í dag, eftir sex vikna hlé. Vinnuvélarnar hrófla þó ekki við hafnargarðinum, fyrr en endanlega hefur verið ákveðið hvort vernda eigi alla grjóthleðsluna eða ekki. Minjastofnun taldi upphaflega að garðurinn væri meira en 100 ára gamall, en brást við með skyndifriðun í september þegar Borgarsögusafn upplýsti að grjóthleðslan næði ekki svo háum aldri. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er manna fróðastur um sögu hafnarsvæðisins og segir alveg ljóst að garðurinn hafi ekki náð hundrað ára aldri. „Þessi hleðsla er alveg greinilega frá 1928, bæði sést það á ljósmyndum sem eru nákvæmlega ársettar það ár, þegar verið er að hlaða hann. En eins sést það á blaðafréttum,“ segir Guðjón og vísar í dagblaðið Vísi frá 14. september 1928 þegar sagt er frá því að unnið sé að vegbótum við höfnina og samhliða því hafi hleðslan á sjávarbakkanum verið færð allmikið út.Hluti af gatnagerð síns tímaGarðurinn var því ekki hluti af sjálfri hafnargerð Reykjavíkur, sem fram fór árin 1913-1917 og var stærsta framkvæmd þess tíma, heldur var hann reistur um áratug síðar samhliða malbikun Tryggvagötu. „Tryggvagata lá nefnilega hér fyrir ofan og þetta er einskonar hleðsla til varnar henni, af því hún er á uppfyllingu og það varð nú oft sjórof,“ segir Guðjón og bætir því við að garðurinn hafi ekki verið sjáanlegur nema í rúman áratug því á árunum 1939-1941 var ákveðið að sameina Miðbakka og Austurbakka. Var þá mokað yfir víkina á milli þeirra, og hafnargarðinn um leið.Það er kannski hluti af því hvers vegna hann hefur varðveist svona vel?„Já ég gæti vel trúað því. Hann er náttúrulega mjög vel varðveittur og þetta er heljarmikið mannvirki.“Garðurinn er mikil framkvæmd á sínum tíma, en hann skilgreinist samt ekki sem fornminjar?„Ekki samkvæmt þessari 100 ára reglu, það er alveg augljóst.“Þannig að byggingarsögulegt gildi hans og verðmæti í dag það er kannski háð persónulegu mati hvers og eins, eða hvað?„Ég reikna nú með því já, eða mati rétt kjörinna yfirvalda. Þetta eru náttúrulega gríðarlegir hagsmunir sem liggja í þessum byggingalóðum hérna og spurning hversu mikils virði er að hafa þennan garð einhvers staðar í einhverjum bílakjallara. En ég ætla nú svo sem ekki að dæma um það.“
Tengdar fréttir Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01 Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hefja framkvæmdir við hafnarbakkann á morgun Eignedur lóðarinnar hafnargarðinn ekki friðaðan þrátt fyrir yfirlýsingu Minjastofnunar. 25. október 2015 13:01
Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24