Múslimarnir okkar: 4 trúfélög fengið ókeypis lóðir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 8. mars 2015 09:32 Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Margrét Friðriksdóttir, stuðningsmaður Pegida á Íslandi, fullyrðir í umræðuþætti sem verður birtur eftir seinni hluta Múslimanna okkar á mánudaginn, að engin trúfélög utan Þjóðkirkju hafi fengið ókeypis lóð hjá Reykjavíkurborg nema Félag múslima á Íslandi. Þegar umsjónarmaður segir það rangt, dregur hún í land en kveðst ekki vita hvernig var með úthlutun lóða til Ásatrúarfélagsins og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Umsjónarmaður Múslimanna okkar hafði samband við Reykjavíkurborg til að grennslast fyrir um hið rétta í málinu. Hjá borginni fundust í fljótu bragði ekki upplýsingar um lóðir til trúfélaga fyrir árið 2006, en síðan þá hafa fjögur trúfélög fengið ókeypis lóðir hjá borginni. Það eru Rússneska rétttrúnaðarkirkjan, Búddistar, Ásatrúarfélagið og nú síðast Félag múslima á Íslandi. Fyrstu þremur lóðunum var úthlutað í tíð meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna en sú síðasta í meirihluta Besta flokks og Samfylkingar. Við það má bæta að þegar lóð undir mosku var samþykkt í borgarráði í september 2013, lögðu borgarráðsfulltrúar Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna fram bókun þar sem fram kemur að þar sem búast megi við fjölgun trúfélaga í fjölmenningarsamfélagi nútímans þá telji fulltrúarnir “affarasælast í framtíðinni að trúfélög sæki um og greiði fyrir lóðir í landi borgarinnar líkt og er um aðra starfsemi.” Jafnframt óska fulltrúarnir eftir því að Alþingi endurskoði lagaákvæði sem geri sveitarfélögum skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur. Það fyrirkomulag sé tímaskekkja. Sjálfstæðismenn í borgarráði taka undir nauðsyn þess að endurskoða áðurnefnt lagaákvæði.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Alþingi Múslimarnir okkar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent