39 lík á víð og dreif um höfuðborgina í dagrenningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2015 21:31 Lík 39 ungra karla lágu á víð og dreif um Bujumbura í morgun. Vísir/AFP Talsmaður stjórnarhers afríska ríkisins Búrúndí segir að minnst 87 hafi fallið í átökum í höfuðborg landsins, Bujumbura, í gær. Árásarhrina gærdagsins hófst með áhlaupi vopnaðra manna á þrjár hersveitir sem þær svo svöruðu með kúlnahríð. Upptökin eiga sér þó lengri sögu en mikil ólga hefur verið í landinu eftir að forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs í annað sinn. Andstæðingar hans þustu út á götur og mótmæltu ákvörðun hans, friðsamlega í fyrstu, en þeir sögðu hana stangast á við stjórnarskrá landsins. Viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum voru hörð og hefur fólk því tekið út reiði sína á her og lögreglusveitum landsins. Að minnsta kosti 240 hafa fallið síðan mótmælin hófust í maí síðastliðnum og um 200.000 flúið land.Tóku menn af lífi á götum úti Talsmaður hersins, liðþjálfinn Gaspard Baratuza, segir þá sem féllu í átökum gærdagsins ýmist „óvini ríkisins,“ hermenn eða lögregluþjóna. „Alls létust 79 óvinir í árásunum í gær, 45 voru handsamaðir og þá var lagt hald á 97 vopn. Átta hermenn og lögregluþjónar létu að sama skapi lífið og 21 særðist,“ sagði Baratuza við fjölmiðla í dag. Áður hafði herinn gefið út að 12 hefðu dáið í átökunum en margir óttaslegnir vegfarendur í Bujumbura fóru að efast um þá staðhæfingu eftir að hafa gengið fram á tugi líkamsleifa á götum höfuðborgarinnar í morgun. Talið er að minnsta kosti 39 lík ungra manna hafi legið á víð og dreif um borgina. Fjölmargir sjónarvottar hafa stigið fram og ásakað lögreglu og her landsins um að ganga á milli húsa, draga út unga karlmenn með valdi og taka þá af lífi. „Þetta voru bara börn sem tekin voru af lífi með skoti í hnakkann,“ er haft eftir einu vitni á vef Yahoo News. Stjórnvöld komu líkum þeirra sem féllu í dag fyrir í fjöldagröf skammt utan höfuðborgarinnar. Var það að sögn yfirvalda gert til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Stjórnarandstæðingar segja ástæðuna hins vegar vera aðra - stjórnarherinn hafi viljað fela öll ummerki um aftökurnar. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Talsmaður stjórnarhers afríska ríkisins Búrúndí segir að minnst 87 hafi fallið í átökum í höfuðborg landsins, Bujumbura, í gær. Árásarhrina gærdagsins hófst með áhlaupi vopnaðra manna á þrjár hersveitir sem þær svo svöruðu með kúlnahríð. Upptökin eiga sér þó lengri sögu en mikil ólga hefur verið í landinu eftir að forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs í annað sinn. Andstæðingar hans þustu út á götur og mótmæltu ákvörðun hans, friðsamlega í fyrstu, en þeir sögðu hana stangast á við stjórnarskrá landsins. Viðbrögð stjórnvalda við mótmælunum voru hörð og hefur fólk því tekið út reiði sína á her og lögreglusveitum landsins. Að minnsta kosti 240 hafa fallið síðan mótmælin hófust í maí síðastliðnum og um 200.000 flúið land.Tóku menn af lífi á götum úti Talsmaður hersins, liðþjálfinn Gaspard Baratuza, segir þá sem féllu í átökum gærdagsins ýmist „óvini ríkisins,“ hermenn eða lögregluþjóna. „Alls létust 79 óvinir í árásunum í gær, 45 voru handsamaðir og þá var lagt hald á 97 vopn. Átta hermenn og lögregluþjónar létu að sama skapi lífið og 21 særðist,“ sagði Baratuza við fjölmiðla í dag. Áður hafði herinn gefið út að 12 hefðu dáið í átökunum en margir óttaslegnir vegfarendur í Bujumbura fóru að efast um þá staðhæfingu eftir að hafa gengið fram á tugi líkamsleifa á götum höfuðborgarinnar í morgun. Talið er að minnsta kosti 39 lík ungra manna hafi legið á víð og dreif um borgina. Fjölmargir sjónarvottar hafa stigið fram og ásakað lögreglu og her landsins um að ganga á milli húsa, draga út unga karlmenn með valdi og taka þá af lífi. „Þetta voru bara börn sem tekin voru af lífi með skoti í hnakkann,“ er haft eftir einu vitni á vef Yahoo News. Stjórnvöld komu líkum þeirra sem féllu í dag fyrir í fjöldagröf skammt utan höfuðborgarinnar. Var það að sögn yfirvalda gert til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Stjórnarandstæðingar segja ástæðuna hins vegar vera aðra - stjórnarherinn hafi viljað fela öll ummerki um aftökurnar.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira