Skýring komin á hvarfi kínverska auðjöfursins Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. desember 2015 07:00 Guo Guangchang er stjórnarformaður Fosun, eins af stærri fjárfestingarfyrirtækjum heims. Nordicphotos/AFP Kínverski auðkýfingurinn Guo Guanchang var handtekinn á fimmtudaginn. Talið er að handtakan tengist rannsókn stjórnvalda á spillingu. Guo er 48 ára gamall, eigandi stórfyrirtækisins Fosun og einn af ríkustu einstaklingum Kína. Eignir hans eru metnar á ríflega 700 milljarða króna. Í fyrstu var ekkert vitað hvað varð um Guo. Samstarfsmenn hans vissu ekkert hvernig þeir ættu að ná sambandi við hann. Meira en sólarhring síðar bárust fréttir af því að hann hefði verið handtekinn á flugvellinum í Sjanghaí, en engar skýringar fengust þó á handtökunni. Kínversk stjórnvöld hafa undanfarin misseri verið í herferð gegn spillingu í landinu. Ekki var vitað hvort Guo sé grunaður um misferli sjálfur eða hvort lögreglan hafi viljað ræða við hann sem vitni. Hlutabréfamarkaðir í Kína tóku einhverjar dýfur í kjölfar frétta af handtökunni. Viðskipti með hlutabréf í Fosun voru stöðvuð þangað til eftir helgi. Á mánudaginn stendur til að halda ársfund fyrirtækisins og reiknað var með að Guo myndi flytja þar ræðu, eins og hann gerir árlega. Fjöldi kínverskra embættismanna hefur verið handtekinn á síðustu árum í tengslum við spillingarrannsóknir, eða frá því að Xi Jinping tók við forsetaembætti árið 2012 og hét því að útrýma spillingu í landinu. Flestir hinna handteknu hafa þó verið háttsettir félagar í kínverska Kommúnistaflokknum. BBC skýrir síðan frá því að undanfarnar vikur hafi auðugir Kínverjar horfið hver á fætur öðrum. Fyrir þremur vikum hvarf til dæmis Yim Fung, forstjóri verðbréfafyrirtækisins Guotai Securities. Fyrr í þessari viku hafi síðan tveir bankamenn í fyrirtækinu Citic Securities horfið skyndilega. Guo hefur verið kallaður kínverska útgáfan af bandaríska fjárfestinum Warren Buffet. Þegar Guo stofnaði fyrirtæki sitt árið 1992, ásamt nokkrum öðrum ungum mönnum, var hann nýútskrifaður úr skóla. Nú er Fuson eitt af stærri fjárfestingarfyrirtækjum heims. Meðal eigna þess má nefna umfangsmikil lyfjafyrirtæki, tryggingafyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki og fleira. Þar á meðal er sirkusinn þekkti, Cirque du Soleil, í eigu Fosun. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Kínverski auðkýfingurinn Guo Guanchang var handtekinn á fimmtudaginn. Talið er að handtakan tengist rannsókn stjórnvalda á spillingu. Guo er 48 ára gamall, eigandi stórfyrirtækisins Fosun og einn af ríkustu einstaklingum Kína. Eignir hans eru metnar á ríflega 700 milljarða króna. Í fyrstu var ekkert vitað hvað varð um Guo. Samstarfsmenn hans vissu ekkert hvernig þeir ættu að ná sambandi við hann. Meira en sólarhring síðar bárust fréttir af því að hann hefði verið handtekinn á flugvellinum í Sjanghaí, en engar skýringar fengust þó á handtökunni. Kínversk stjórnvöld hafa undanfarin misseri verið í herferð gegn spillingu í landinu. Ekki var vitað hvort Guo sé grunaður um misferli sjálfur eða hvort lögreglan hafi viljað ræða við hann sem vitni. Hlutabréfamarkaðir í Kína tóku einhverjar dýfur í kjölfar frétta af handtökunni. Viðskipti með hlutabréf í Fosun voru stöðvuð þangað til eftir helgi. Á mánudaginn stendur til að halda ársfund fyrirtækisins og reiknað var með að Guo myndi flytja þar ræðu, eins og hann gerir árlega. Fjöldi kínverskra embættismanna hefur verið handtekinn á síðustu árum í tengslum við spillingarrannsóknir, eða frá því að Xi Jinping tók við forsetaembætti árið 2012 og hét því að útrýma spillingu í landinu. Flestir hinna handteknu hafa þó verið háttsettir félagar í kínverska Kommúnistaflokknum. BBC skýrir síðan frá því að undanfarnar vikur hafi auðugir Kínverjar horfið hver á fætur öðrum. Fyrir þremur vikum hvarf til dæmis Yim Fung, forstjóri verðbréfafyrirtækisins Guotai Securities. Fyrr í þessari viku hafi síðan tveir bankamenn í fyrirtækinu Citic Securities horfið skyndilega. Guo hefur verið kallaður kínverska útgáfan af bandaríska fjárfestinum Warren Buffet. Þegar Guo stofnaði fyrirtæki sitt árið 1992, ásamt nokkrum öðrum ungum mönnum, var hann nýútskrifaður úr skóla. Nú er Fuson eitt af stærri fjárfestingarfyrirtækjum heims. Meðal eigna þess má nefna umfangsmikil lyfjafyrirtæki, tryggingafyrirtæki, ferðaþjónustufyrirtæki og fleira. Þar á meðal er sirkusinn þekkti, Cirque du Soleil, í eigu Fosun.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira