Kanarnir í Jökulsárlóni höfðu engan áhuga á Darwin-verðlaununum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 11:30 Skjámynd úr myndbandi Þórarins frá því í morgun. „Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55