Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 19:00 Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson. Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00
"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06
Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01
Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23
Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39
SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29