Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 19:00 Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson. Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00
"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06
Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01
Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23
Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39
SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29