Ferðamenn í óveðursferðir: „Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2015 07:35 Hér má sjá ferðamenn í einskonar óveðursferð. myndir/facebooksíða Stormhike Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“ Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira