Össur segir Bjarna undirbúa einkavinavæðingu í bankakerfinu Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2015 10:33 Össur lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en nú er honum beinlínis brugðið; límið í ástlausu hjónabandi ríkisstjórnarinnar eru fyrirætlanir um einkavinavæðingu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira