Össur segir Bjarna undirbúa einkavinavæðingu í bankakerfinu Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2015 10:33 Össur lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en nú er honum beinlínis brugðið; límið í ástlausu hjónabandi ríkisstjórnarinnar eru fyrirætlanir um einkavinavæðingu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira