Össur segir Bjarna undirbúa einkavinavæðingu í bankakerfinu Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2015 10:33 Össur lætur sér fátt fyrir brjósti brenna en nú er honum beinlínis brugðið; límið í ástlausu hjónabandi ríkisstjórnarinnar eru fyrirætlanir um einkavinavæðingu. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur. Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega vegna frumvarps ráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Össur hefur farið í saumana á frumvarpinu og óhætt að segja þingmanninn reita hár sitt og skegg, svo brugðið var honum við lesturinn. Össur hefur þegar vakið athygli á þessu á Facebooksíðu sinni með afgerandi hætti og hann dregur síst úr þegar Vísir innti hann frekar eftir þessu nú í morgun. „Þessir tveir flokkar úthlutuðu bankakerfinu til vildarmanna sinna síðast þegar bankarnir voru einkavæddir og það var upphafið að ógæfu Íslands,“ segir Össur. Samkvæmt frumvarpinu verður ráðherra falið að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum „í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigandastefnu ríkisins,“ eins og það er orðað í frumvarpinu.Límið í ástlausu sambandi„Hafi menn efast hvaða áform eru uppi með bankana þá tekur þetta frumvarp af öll tvímæli. Það er beinlínis klæðskerasniðið til að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð hafi öll tök á því hvernig á að selja hluti ríkisins í bönkunum, og að lokum einkavæða Aríon og Íslandsbanka aftur - því það þarf ekki einu sinni að leita samþykkis þingsins. Frumvarpið er svo ólýðræðislegt og brútalt að ég get ekki séð neinn annan tilgang með því en að aftur sé verið að leggja drög að því að skipta upp völdunum í bankakerfinu á milli þessara tveggja flokka. Og það og ekkert annað er límið í þessu ástlausa hjónabandi þessara tveggja flokka sem á að heita ríkisstjórn,“ segir Össur, sem á vart nógu sterk orð í eigu sinni í lýsingum á hinum gerræðislega hugsunarhætti sem honum sýnist búa að baki.Mun berjast gegn þessu með klóm og tönnumÖssur segir þetta algerlega úr takti við allar kröfur fólks í kjölfar hrunsins um gegnsæ vinnubrögð að taka þetta upp. „Bankasýslan, þar sem ráðherrum er nánast bannað að koma nálægt, átti að tryggja að engin myrkraverk eða vildarvinagreiðar, hvað þá flokkspólitík, kæmi að sölu þessara hluta. Nú er þetta allt tekið inn á skrifborð fjármálaráðherra. Þetta er uppskrift að vondum vinnubrögðum.“En, er ekki einsýnt að þetta frumvarp fari í gegnum þingið, þá í krafti mikils þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Ég mun að minnsta kosti berjast með klóm og tönnum gegn því að þetta fari í gegnum þingið á þessu formi,“ segir Össur.
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira