Samið við Írana: Sögulegt samkomulag og opnað á „nýjan kafla vonar“ Atli Ísleifsson skrifar 14. júlí 2015 10:01 Að loknum samningafundi í Vínarborg. Vísir/AFP Heimsveldin hafa náð samkomulagi um takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana, en samningaviðræður hafa staðið undanfarin ár á milli Írans og sex heimsvelda – Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, segir samkomulagið „sögulegt“ og að með því sé opnaður nýr kafli vonar. Samkomulagið felur í sér að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna verði heimilaður víðtækur aðgangur að kjarnorkustöðvum Írana, í skiptum fyrir að viðskiptaþvinganir á hendur Íran verður aflétt. Samningaviðræður Írana og sexveldanna hafa staðið síðan 2006.Viðskiptaþvingunum aflétt Íranskir fjölmiðlar hafa greint frá því að samkomulagið feli í sér að vopnainnflutningsbann verði afnumið en nýjum hindrunum komið á. Þannig munu Íranir geta flutt vopn inn og út úr landinu, þar sem afstaða er tekin til þess í hverju tilviki fyrir sig. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verður aflétt þegar samningurinn tekur gildi. Írönum verður heimilað að auðga áfram úran og þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þannig eigi Íranir ekki að getað þróað kjarnorkuvopn.Tákn um von Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir samkomulagið vera „tákn um von fyrir heiminn allan“. „Þetta er ákörðun sem getur opnað leið að nýjum kafla í alþjóðasamskiptum.“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt samkomulagið. „Af því sem ég hef heyrt get ég upplýst um að þetta samkomulag eru söguleg mistök í mannkynssögunni,“ segir Netanyahu. „Það er ekkert í því sem kemur í veg fyrir að Íranir geti búið til kjarnavopn heldur þvert á móti er þar að finna mikla eftirgjöf.“ Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Heimsveldin hafa náð samkomulagi um takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana, en samningaviðræður hafa staðið undanfarin ár á milli Írans og sex heimsvelda – Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands. Utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, segir samkomulagið „sögulegt“ og að með því sé opnaður nýr kafli vonar. Samkomulagið felur í sér að fulltrúum Sameinuðu þjóðanna verði heimilaður víðtækur aðgangur að kjarnorkustöðvum Írana, í skiptum fyrir að viðskiptaþvinganir á hendur Íran verður aflétt. Samningaviðræður Írana og sexveldanna hafa staðið síðan 2006.Viðskiptaþvingunum aflétt Íranskir fjölmiðlar hafa greint frá því að samkomulagið feli í sér að vopnainnflutningsbann verði afnumið en nýjum hindrunum komið á. Þannig munu Íranir geta flutt vopn inn og út úr landinu, þar sem afstaða er tekin til þess í hverju tilviki fyrir sig. Viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verður aflétt þegar samningurinn tekur gildi. Írönum verður heimilað að auðga áfram úran og þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þannig eigi Íranir ekki að getað þróað kjarnorkuvopn.Tákn um von Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir samkomulagið vera „tákn um von fyrir heiminn allan“. „Þetta er ákörðun sem getur opnað leið að nýjum kafla í alþjóðasamskiptum.“ Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur fordæmt samkomulagið. „Af því sem ég hef heyrt get ég upplýst um að þetta samkomulag eru söguleg mistök í mannkynssögunni,“ segir Netanyahu. „Það er ekkert í því sem kemur í veg fyrir að Íranir geti búið til kjarnavopn heldur þvert á móti er þar að finna mikla eftirgjöf.“
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Forsætisráðherra Ísraels: „Samkomulagið söguleg mistök“ Enn liggur ekki fyrir hvað felst í kjarnorkusamkomulagi milli Íran og sex þjóða en Ísrael fordæmir það engu að síður. 14. júlí 2015 09:25