Besti vinurinn fékk ekki að kveðja í hinsta sinn Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2015 17:46 Snorri Sigtryggsson var einungis 31 árs þegar hann lést. Tíkin Embla var honum afar kær. vísir/sigríður „Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“ Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
„Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira