Enski boltinn

Framlengt hjá West Ham og Everton | Sjáið jöfnunarmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boltinn liggur hér í marki West Ham eftir aukaspyrnu Kevin Mirallas.
Boltinn liggur hér í marki West Ham eftir aukaspyrnu Kevin Mirallas. Vísir/Getty
Leikur West Ham og Everton í 3. umferð ensku bikarkeppninnar fór í framlengingu þökk sé jöfnunarmarki Kevin Mirallas aðeins átta mínútum fyrir leikslok.

Kevin Mirallas skoraði markið sitt beint úr aukaspyrnu en Everton lenti undir á 51. mínútu leiksins og missti mann af velli aðeins fimm mínútum síðar. Kevin Mirallas kom inn á sem varamaður á 67. mínútu og jafnaði metin fimmtán mínútum síðar.

Everton jafnaði í uppbótartíma í fyrri leik liðanna og aftur náðu lærisveinar Roberto Martinez að framlengja bikarlíf sitt. Joel Robles, markvörður liðsins, hefur staðið sig frábærlega í leiknum.

Enner Valencia kom West Ham í 1-0 á 51. mínútu leiksins og fimm mínútum síðar fékk Everton-maðurinn  Aidan McGeady sitt annað gula spjald.

Sigurvegari leiksins mætir C-deildarliðinu Bristol City á útivelli í 4. umferðinni en Bristol City sló Doncaster Rovers út í kvöld.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá bæði mörkin sem voru skoruð í venjulegum leiktíma en mark Kevin Mirallas er fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×