Bankar í Sviss hjálpa við rannsókn á FIFA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Sepp Blatter hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan aragrúi spillingarmála kom upp innan FIFA. Nordicphotos/getty Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira