Bankar í Sviss hjálpa við rannsókn á FIFA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Sepp Blatter hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan aragrúi spillingarmála kom upp innan FIFA. Nordicphotos/getty Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja. Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja.
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira