Bankar í Sviss hjálpa við rannsókn á FIFA Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júní 2015 07:00 Sepp Blatter hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan aragrúi spillingarmála kom upp innan FIFA. Nordicphotos/getty Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja. Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Svissneskir saksóknarar rannsaka nú 53 tilfelli meints peningaþvættis háttsettra manna innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Ítarlegar rannsóknir standa nú yfir og er rannsóknarefnið spilling innan FIFA. Þrír aðilar vinna saman að rannsókninni, Bandaríkin, Sviss og siðanefnd FIFA. Bandarísk yfirvöld ákærðu í maí fjórtán nú- og fyrrverandi stjórnendur innan FIFA í kjölfar þriggja ára rannsóknar FBI. Ákærurnar snúa að mútuþægni, spillingu og peningaþvætti. Yfirvöld í Sviss hófu sína eigin rannsókn í síðasta mánuði. Rannsóknin beinist gegn mönnum sem eru grunaðir um ólöglegt athæfi við kosningar um hvar skyldi halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árin 2018 og 2022. Þar til nú hafa mun minni upplýsingar verið aðgengilegar um svissnesku rannsóknina en þá bandarísku. Michael LauberMichael Lauber, ríkissaksóknari Sviss, sagði á blaðamannafundi í gær að rannsóknin væri flókin og myndi taka langan tíma. Lauber sagði teymi sitt nú þegar hafa aflað upplýsinga um 104 grunsamleg tengsl milli bankareikninga. Hann sagðist á fundinum vilja þakka svissneskum bönkum fyrir samstarfsviljann en til viðbótar við þau 104 tengsl sem rannsakendur vissu þegar af upplýstu bankarnir rannsakendur um 53 bankareikninga sem grunur liggur á að tengist peningaþvætti. Lauber sagðist ekki útiloka að yfirheyra þyrfti Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, við rannsókn málsins. Hins vegar hefur Blatter sjálfur þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð misjafnt. Hann tilkynnti fyrr í mánuðinum um afsögn sína sem forseti. Aðeins nokkrum dögum eftir endurkjör hans til embættis forseta FIFA. Lauber útskýrði fyrir viðstöddum blaðamönnum að rannsókn Svisslendinga væri aðskilin rannsókn FBI. Hann sagði að sönnunargögnum yrði ekki deilt nema óskað væri sérstaklega eftir því. „Knattspyrnuheimurinn þarf nú að sýna af sér mikla þolinmæði. Vegna eðlis rannsóknarinnar mun hún taka lengri tíma en hinar goðsagnakenndu níutíu mínútur,“ sagði Lauber að lokum og vísaði til hefðbundinnar lengdar knattspyrnuleikja.
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira