Norska úrvalsdeildarfélagið Rosenborg tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta þrátt fyrir að liðið hafi tapað á heimavelli á móti rúmenska liðinu Steaua frá Búkarest.
Leikmenn Steaua frá Búkarest unnu 1-0 sigur á Lerkendal en það dugði skammt þar sem að norska félagið vann 3-0 sigur í fyrri leiknum í Rúmeníu.
Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Rosenborg og spilaði allan leikinn. Matthías Vilhjálmsson kom inná strax á 28. mínútu eftir að leikmaður liðsins fékk höfuðhögg.
Adrian Popa skoraði eina mark leiksins á 53. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Alexandru Chipciu.
Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Rosenborg kemst upp úr forkeppni í Evrópukeppnunum en ef liðið ætlar sér að komast lengra í ár þá þarf liðið að spila betur en í ár.
Hólmar Örn og Matthías spila í Evrópudeildinni í vetur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn