Vilja leyfa MMA á Íslandi 25. mars 2015 11:33 Guðlaugur Þór vinnur nú að því að plægja jarðveginn í þingi áður en hann leggur fram frumvarp þess efnis að MMA verði leyfilegt á Íslandi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hyggst leggja fram frumvarp sem miðar að því að blandaðar bardagaíþróttir, eða MMA, verði leyfðar hér á landi, en þær eru bannaðar eins og kunnugt er; menn æfa íþróttina en þurfa að fara út fyrir landsteina til að keppa. Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir átökum um málið en vill forðast sleggjudóma. Þingskjali verður dreift á Alþingi á eftir, en þar fer Guðlaugur Þór, fram á það að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra íþróttamála, flytji skýrslu um hvernig staðið var að umræðu í Svíþjóð og svo lögleiðingu á blönduðum bardagaíþróttum, þeim sem Gunnar Nelson hefur verið að keppa í og gera garðinn frægan.Guðlaugur Þór sýnir þau klókindi að beita Svíum fyrir vagninn, enda það svo að allt er þar bannað nema það sé sérstaklega leyft.Vill koma sér hjá sleggjudómunumSvíþjóð, Guðlaugur Þór, hvað koma Svíar þessu máli við? „Málið er einfalt. Ég sé enga ástæðu fyrir okkur að finna upp hjólið. Það hefur þegar verið gert. Svíþjóð er land þar sem allt er bannað ef það er ekki sérstaklega leyft. Þeir eru búnir að fara mjög vel yfir þetta, tóku sér góðan tíma í það og skoðuðu mjög vel. Niðurstaða þeirra er að lögleiða þetta. Það sem ég er að fara fram á, ásamt fleiri þingmönnum, er að ráðherra upplýsi okkur um hvað lá til grundvallar. Þannig að við höfum allar þær upplýsingar sem við þurfum til að taka málefnalega og upplýsta ákvörðun. Í stað þess að fara í þetta hefðbundna þjark sem oft er vonast ég til að við ræðum þetta út frá staðreyndum en ekki sleggjudómum.“ Í kjölfar þessa ætlar Guðlaugur Þór svo að leggja fram frumvarp sem gengur út á að þessi tegund bardagaíþrótta verði leyfð á Íslandi. „Sú var niðurstaða Svíanna eftir þessa skoðun og ég get ekki séð að það séu neinar aðrar forsendur hér. En, til að sýna fram á það með málefnalegum hætti fer ég þessa leið. Já, ég tel að það sé skynsamlegt að lögleiða þessa íþrótt og hafa um hana vandaða löggjöf.“Árið 2002 barðist Gunnar I. Birgisson fyrir því að hnefaleikar yrðu leyfðir á Íslandi og urðu veruleg átök um það mál.Mynd úr DVGerir ráð fyrir átökum um máliðGuðlaugur Þór vonar að skýrsla ráðherra komi fram á vordögum, eða í sumar og í kjölfarið, eða næsta haust mun þá frumvarp líta dagsins ljós. En, þetta er umdeilt mál. Og þegar breytingar á lögum um ólympíska hnefaleika voru til umfjöllunar, risu upp miklir úfar með fólki. Guðlaugur Þór býst alveg við því að það verði slagur um málið. „Ég vonast eftir góðri og málefnalegri umræðu um þetta mál. Ef hún verður málefnaleg, þá er þetta í lagi. Við erum nú þegar að taka þátt í þessu, Íslendingar, og eigum þegar mjög hæft fólk í þessu eins og frægt er orðið. Það er keppt í þessu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En, eðli máls samkvæmt, þá eru skiptar skoðanir. Það er allt í lagi, svo fremi að menn tali út frá staðreyndum.“ Ef þingmeirihluti verður fyrir þessu mega Íslendingar vænta þess að sjá okkar frægasta kappa á þessu sviði, Gunnar Nelson, keppa í MMA á íslenskri grundu. Í greinargerð þingskjalsins er til að mynda bent á að þetta gæti haft mjög jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu. „Við gætum, svo dæmi er tekið, stefnt að slíkum bardögum þegar ferðamannastraumur er minni. En, já, Gunnar Nelson þyrfti þá ekki að fara út til að keppa í þeirri íþrótt sem hann æfir og er algerlega frábær í, eins og allir vita.“Víst er að MMA býður uppá mikil tilþrif og blóð.Flestar íþróttagreinar hættulegarEn, og aftur; þetta er blóðug íþrótt. Hjá því verður ekki litið. Má ekki fastlega gera ráð fyrir því að aðilar sem vilja banna allt slíkt, muni láta hraustlega í sér heyra? „Þessi íþrótt er ekki hættulaus. Ekki frekar en flestar aðrar íþróttir. Í það minnsta mjög margar. Ég held hins vegar að við viljum ekki banna allar þær íþróttir sem fela einhverjar hættur í sér. Þær yrðu fáar eftir. Helst skákin sem myndi sleppa. Við vitum að því miður verða slys í mörgum íþróttum, en menn verða auðvitað að ræða það út frá staðreyndum og með málefnalegum hætti. Að sjálfsögðu verðum við að fara eins varlega og hægt er og þess vegna er ég að biðja um þessa skýrslu. Hvað hefur verið rannsakað á þessu sviði og hver niðurstaðan hefur verið? Ég efast ekki um að vinir okkar á Norðurlöndum hafi, þegar þeir samþykktu þessi lög, gert það með því markmiði að lágmarka þá hættu sem til staðar er.“Mjölnismenn fagnaHaraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, og reyndar allir félagar í íþróttafélaginu Mjölni, þar sem lögð er stund á MMA, fagnar mjög þessu framtaki Guðlaugs Þórs. Hann segir að í raun séu engin eiginleg lög sem banni MMA en þeir hjá Mjölni séu sammála um að best sé að fara að dæmi nágrannaþjóða okkar og setja sérstök lög eða regluverk utan um sportið til að tryggja að staðið verði að keppnum í blönduðum bardagaíþróttum af fagmennsku hér á landi og öryggi keppenda tryggt eins og best er á kosið: „Vonandi verður þetta til þess að hægt væri að halda keppni í íþróttinni hér á landi sem fyrst en eins og staðan er í dag þurfa allir þeir sem stunda íþróttina sem keppnisgrein að fara erlendis til að öðlast keppnisreynslu með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn,“ segir Haraldur Dean Nelson.Nelson-feðgar. Nú geta aðdáendur Gunnars og MMA bundið við það vonir að sjá Gunnar keppa í íþrótt sinni á íslenskri grundu.UFC vill standa að bardaga hérOg þá sperrast væntanlega eyru á hinum fjölmörgu aðdáendum Gunnars Nelson og áhugamönnum um MMA. „Við vitum af áhuga erlendra keppenda sem og mótshaldara á að keppa eða standa að keppni á Íslandi og við erum nú þegar með þó nokkra keppendur sem eru tilbúnir í slaginn en kostnaður vegna ferða til útlanda stendur í vegi fyrir frekari keppnisreynslu eins og áður segir. Fulltrúar stærsta MMA samband heims, UFC, hafa lýst því yfir í samræðum við mig að þeir hafi áhuga á að koma til Íslands og svo er um fleiri. Það er því helling í kortunum um leið og búið verður að ganga frá lagalegri umgjörð.“ Alþingi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hyggst leggja fram frumvarp sem miðar að því að blandaðar bardagaíþróttir, eða MMA, verði leyfðar hér á landi, en þær eru bannaðar eins og kunnugt er; menn æfa íþróttina en þurfa að fara út fyrir landsteina til að keppa. Guðlaugur Þór gerir ráð fyrir átökum um málið en vill forðast sleggjudóma. Þingskjali verður dreift á Alþingi á eftir, en þar fer Guðlaugur Þór, fram á það að Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og ráðherra íþróttamála, flytji skýrslu um hvernig staðið var að umræðu í Svíþjóð og svo lögleiðingu á blönduðum bardagaíþróttum, þeim sem Gunnar Nelson hefur verið að keppa í og gera garðinn frægan.Guðlaugur Þór sýnir þau klókindi að beita Svíum fyrir vagninn, enda það svo að allt er þar bannað nema það sé sérstaklega leyft.Vill koma sér hjá sleggjudómunumSvíþjóð, Guðlaugur Þór, hvað koma Svíar þessu máli við? „Málið er einfalt. Ég sé enga ástæðu fyrir okkur að finna upp hjólið. Það hefur þegar verið gert. Svíþjóð er land þar sem allt er bannað ef það er ekki sérstaklega leyft. Þeir eru búnir að fara mjög vel yfir þetta, tóku sér góðan tíma í það og skoðuðu mjög vel. Niðurstaða þeirra er að lögleiða þetta. Það sem ég er að fara fram á, ásamt fleiri þingmönnum, er að ráðherra upplýsi okkur um hvað lá til grundvallar. Þannig að við höfum allar þær upplýsingar sem við þurfum til að taka málefnalega og upplýsta ákvörðun. Í stað þess að fara í þetta hefðbundna þjark sem oft er vonast ég til að við ræðum þetta út frá staðreyndum en ekki sleggjudómum.“ Í kjölfar þessa ætlar Guðlaugur Þór svo að leggja fram frumvarp sem gengur út á að þessi tegund bardagaíþrótta verði leyfð á Íslandi. „Sú var niðurstaða Svíanna eftir þessa skoðun og ég get ekki séð að það séu neinar aðrar forsendur hér. En, til að sýna fram á það með málefnalegum hætti fer ég þessa leið. Já, ég tel að það sé skynsamlegt að lögleiða þessa íþrótt og hafa um hana vandaða löggjöf.“Árið 2002 barðist Gunnar I. Birgisson fyrir því að hnefaleikar yrðu leyfðir á Íslandi og urðu veruleg átök um það mál.Mynd úr DVGerir ráð fyrir átökum um máliðGuðlaugur Þór vonar að skýrsla ráðherra komi fram á vordögum, eða í sumar og í kjölfarið, eða næsta haust mun þá frumvarp líta dagsins ljós. En, þetta er umdeilt mál. Og þegar breytingar á lögum um ólympíska hnefaleika voru til umfjöllunar, risu upp miklir úfar með fólki. Guðlaugur Þór býst alveg við því að það verði slagur um málið. „Ég vonast eftir góðri og málefnalegri umræðu um þetta mál. Ef hún verður málefnaleg, þá er þetta í lagi. Við erum nú þegar að taka þátt í þessu, Íslendingar, og eigum þegar mjög hæft fólk í þessu eins og frægt er orðið. Það er keppt í þessu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. En, eðli máls samkvæmt, þá eru skiptar skoðanir. Það er allt í lagi, svo fremi að menn tali út frá staðreyndum.“ Ef þingmeirihluti verður fyrir þessu mega Íslendingar vænta þess að sjá okkar frægasta kappa á þessu sviði, Gunnar Nelson, keppa í MMA á íslenskri grundu. Í greinargerð þingskjalsins er til að mynda bent á að þetta gæti haft mjög jákvæð áhrif á ferðaþjónustu í landinu. „Við gætum, svo dæmi er tekið, stefnt að slíkum bardögum þegar ferðamannastraumur er minni. En, já, Gunnar Nelson þyrfti þá ekki að fara út til að keppa í þeirri íþrótt sem hann æfir og er algerlega frábær í, eins og allir vita.“Víst er að MMA býður uppá mikil tilþrif og blóð.Flestar íþróttagreinar hættulegarEn, og aftur; þetta er blóðug íþrótt. Hjá því verður ekki litið. Má ekki fastlega gera ráð fyrir því að aðilar sem vilja banna allt slíkt, muni láta hraustlega í sér heyra? „Þessi íþrótt er ekki hættulaus. Ekki frekar en flestar aðrar íþróttir. Í það minnsta mjög margar. Ég held hins vegar að við viljum ekki banna allar þær íþróttir sem fela einhverjar hættur í sér. Þær yrðu fáar eftir. Helst skákin sem myndi sleppa. Við vitum að því miður verða slys í mörgum íþróttum, en menn verða auðvitað að ræða það út frá staðreyndum og með málefnalegum hætti. Að sjálfsögðu verðum við að fara eins varlega og hægt er og þess vegna er ég að biðja um þessa skýrslu. Hvað hefur verið rannsakað á þessu sviði og hver niðurstaðan hefur verið? Ég efast ekki um að vinir okkar á Norðurlöndum hafi, þegar þeir samþykktu þessi lög, gert það með því markmiði að lágmarka þá hættu sem til staðar er.“Mjölnismenn fagnaHaraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, og reyndar allir félagar í íþróttafélaginu Mjölni, þar sem lögð er stund á MMA, fagnar mjög þessu framtaki Guðlaugs Þórs. Hann segir að í raun séu engin eiginleg lög sem banni MMA en þeir hjá Mjölni séu sammála um að best sé að fara að dæmi nágrannaþjóða okkar og setja sérstök lög eða regluverk utan um sportið til að tryggja að staðið verði að keppnum í blönduðum bardagaíþróttum af fagmennsku hér á landi og öryggi keppenda tryggt eins og best er á kosið: „Vonandi verður þetta til þess að hægt væri að halda keppni í íþróttinni hér á landi sem fyrst en eins og staðan er í dag þurfa allir þeir sem stunda íþróttina sem keppnisgrein að fara erlendis til að öðlast keppnisreynslu með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn,“ segir Haraldur Dean Nelson.Nelson-feðgar. Nú geta aðdáendur Gunnars og MMA bundið við það vonir að sjá Gunnar keppa í íþrótt sinni á íslenskri grundu.UFC vill standa að bardaga hérOg þá sperrast væntanlega eyru á hinum fjölmörgu aðdáendum Gunnars Nelson og áhugamönnum um MMA. „Við vitum af áhuga erlendra keppenda sem og mótshaldara á að keppa eða standa að keppni á Íslandi og við erum nú þegar með þó nokkra keppendur sem eru tilbúnir í slaginn en kostnaður vegna ferða til útlanda stendur í vegi fyrir frekari keppnisreynslu eins og áður segir. Fulltrúar stærsta MMA samband heims, UFC, hafa lýst því yfir í samræðum við mig að þeir hafi áhuga á að koma til Íslands og svo er um fleiri. Það er því helling í kortunum um leið og búið verður að ganga frá lagalegri umgjörð.“
Alþingi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira