Allir leikmenn íslenska liðsins æfðu í dag, líka fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sem mætti sólarhring síðar en aðrir leikmenn Íslands til Astana.
Það var létt yfir strákunum á æfingu í dag og andinn góður fyrir leikinn mikilvæga á laugardaginn, en þar verða okkar menn að landa sigri ætli þeir til Frakklands á næsta ári.
Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður Stöðvar 2 og Vísis, var á æfingunni í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.






