Heyrnarlausir fá túlk í tæpa tíu tíma á ári sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:18 „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni. Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Félagslegi túlkasjóðurinn gerir ráð fyrir að hver og einn heyrnarlaus einstaklingur fái táknmálstúlk í um átta til tíu klukkustundir á ári. Nú þurfa tæplega 200 manns á túlki að halda til almennra samskipta. Þetta kom fram í máli Valgerðar Stefánsdóttur, forstöðukonu Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, er hún bar vitni í máli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni í gær. Valgerður sagði brýna þörf á að auka fjárveitingu í túlkasjóðinn, því hann sé fólki nauðsynlegur. Spurn eftir túlki aukist með ári hverju og á von á enn frekari aukningu.Regluleysi valdi vandkvæðum Hún sagði að setja þyrfti reglugerð yfir úthlutun túlka. Undanfarin fjögur ár hafi Samskiptamiðstöðin unnið eftir ákveðnu vinnuskjali, en það sé það eina sem sé til viðmiðunar. Sjóðurinn sé til þess fallinn að tryggja að heyrnarlausir geti sótt fundi, farið í atvinnuviðtöl, keypt sér bíl eða fasteign eða annað því um líkt. Valgerður segir það þó ekki eiga að vera Samskiptamiðstöðvarinnar að ákveða hvað skipti máli í lífi fólks. „Þetta veldur okkur vandkvæðum því það eru ekki til lög og reglur um þessi mál,“ sagði hún. „Þetta eru svo lítil og takmörkuð gæði. Til dæmis ef manneskja missir maka sinn þá fara að minnsta kosti átta tímar í að tala við prest, erfidrykkju og svo framvegis. Þetta er svo lítið að það er ekki hægt að tala um forgangsröðun.“ Túlkasjóðurinn var tómur frá október 2014 til áramóta. Sjóðurinn tæmdist aftur í maí en mennta- og menningamálaráðuneytið tók þá ákvörðun fyrir árið 2015 að deila fjármagninu í túlkasjóðinn á fjögur tímabil, í þrjá mánuði í senn. Næsta úthlutun er því ekki fyrr en 1. júlí.Túlkur hefur úrslitaáhrif Snædís Rán er daufblind og þjáist af taugahrörnunarsjúkdómi. Hún þarf því aðstoð túlks í öll samskipti og hefur úrslitaáhrif um það hvort hún geti tjáð sig og tekið virkan þátt í lífi og starfi til jafns við aðra. Hún hefur ekki fjárhagslega burði til að greiða túlki úr eigin vasa og eftir að sjóðurinn tæmdist á síðasta ári stefndi hún íslenska ríkinu og Samskiptamiðstöðinni.
Tengdar fréttir Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Vill bara fá að vera manneskja Snædís Rán Hjartardóttir, sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóm, heyrnar- og sjónskerðingu, hefur stefnt íslenska ríkinu. 8. júní 2015 22:00