Launmorðingi náðaður í Suður-Afríku Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2015 06:00 Eugene De Kock. Vísir/AP Einn alræmdasti manndrápari aðskilnaðarstjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku hefur verið náðaður, eftir að hafa afplánað 20 ár af níðþungum fangelsisdómi. Árið 1996 var hann dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi og 212 ár til viðbótar fyrir hlutdeild sína í morðum og misþyrmingum á árunum frá 1983 fram að endalokum aðskilnaðarstefnunnar rúmlega áratug síðar. Sjálfur játaði De Kock á sig meira en hundrað morð, pyntingar og önnur óhæfuverk, en hefur í fangelsinu haft samband við sum fórnarlamba sinna og leitað eftir fyrirgefningu. Hann var yfirmaður Vlakplaas-deildar suður-afrísku lögreglunnar, sem gerði út sveitir manna til þess að hafa uppi á andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar og pynta þá eða drepa. „Ég hef ákveðið að náða de Kock í þágu þjóðaruppbyggingar og sátta,“ sagði Michael Masutha dómsmálaráðherra í gær. Hann sagði að de Kock hafi aðstoðað yfirvöld við að hafa uppi á stjórnarandstæðingum sem hurfu á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Á síðasta ári hafnaði Masutha ósk de Kocks um náðun, og sagði þá að ekki hafi verið rætt við fjölskyldur fórnarlamba hans. „Þessu fylgja blendnar tilfinningar, en við í Suður-Afríku höfum vanist því,“ sagði Eddie Makue í viðtali við AP-fréttastofuna. Makue starfaði hjá kirkjuráði Suður-Afríku þegar de Kock sprengdi höfuðstöðvar þess árið 1988. Nítján manns særðust. Makue situr nú á suðurafríska þjóðþinginu og sagðist sætta sig við ákvörðun dómsmálaráðherrans. Hann sagðist þó enn eiga erfitt með að sætta sig við það tjón sem fangar de Kocks og félaga hans urðu fyrir. „Við höfum séð hvílíkum hörmungum þeir urðu fyrir og eigum erfitt með að skilja að hann hafi sloppið með þetta,“ segir Makue. Aðskilnaðarstjórn hvíta minnihlutans lét af völdum árið 1994 eftir nærri hálfrar aldar harðstjórn. Andófshreyfing svarta meirihlutans, Afríska þjóðarráðið, vann yfirburðasigur í kosningum árið 1994 og hefur stjórnað landinu síðan. Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Einn alræmdasti manndrápari aðskilnaðarstjórnar hvíta minnihlutans í Suður-Afríku hefur verið náðaður, eftir að hafa afplánað 20 ár af níðþungum fangelsisdómi. Árið 1996 var hann dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi og 212 ár til viðbótar fyrir hlutdeild sína í morðum og misþyrmingum á árunum frá 1983 fram að endalokum aðskilnaðarstefnunnar rúmlega áratug síðar. Sjálfur játaði De Kock á sig meira en hundrað morð, pyntingar og önnur óhæfuverk, en hefur í fangelsinu haft samband við sum fórnarlamba sinna og leitað eftir fyrirgefningu. Hann var yfirmaður Vlakplaas-deildar suður-afrísku lögreglunnar, sem gerði út sveitir manna til þess að hafa uppi á andstæðingum aðskilnaðarstefnunnar og pynta þá eða drepa. „Ég hef ákveðið að náða de Kock í þágu þjóðaruppbyggingar og sátta,“ sagði Michael Masutha dómsmálaráðherra í gær. Hann sagði að de Kock hafi aðstoðað yfirvöld við að hafa uppi á stjórnarandstæðingum sem hurfu á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Á síðasta ári hafnaði Masutha ósk de Kocks um náðun, og sagði þá að ekki hafi verið rætt við fjölskyldur fórnarlamba hans. „Þessu fylgja blendnar tilfinningar, en við í Suður-Afríku höfum vanist því,“ sagði Eddie Makue í viðtali við AP-fréttastofuna. Makue starfaði hjá kirkjuráði Suður-Afríku þegar de Kock sprengdi höfuðstöðvar þess árið 1988. Nítján manns særðust. Makue situr nú á suðurafríska þjóðþinginu og sagðist sætta sig við ákvörðun dómsmálaráðherrans. Hann sagðist þó enn eiga erfitt með að sætta sig við það tjón sem fangar de Kocks og félaga hans urðu fyrir. „Við höfum séð hvílíkum hörmungum þeir urðu fyrir og eigum erfitt með að skilja að hann hafi sloppið með þetta,“ segir Makue. Aðskilnaðarstjórn hvíta minnihlutans lét af völdum árið 1994 eftir nærri hálfrar aldar harðstjórn. Andófshreyfing svarta meirihlutans, Afríska þjóðarráðið, vann yfirburðasigur í kosningum árið 1994 og hefur stjórnað landinu síðan.
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira