Kolröng leið farin með frumvarpi um náttúrupassa Linda Blöndal skrifar 31. janúar 2015 13:52 Óskar Magnússon segir að verið sé að flækja hlutina og leggja í mikið ríkisbákn. Vísir/Anton Eigendur Kersins í Grímsnesi segja að í frumvarpi um náttúrupassa sé farin kolröng leið. Óskar Magnússon, talsmaður eigendanna gagnrýnir harðlega þá leið sem fyrirhuguð er að fara og undrast að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætli að stofna mikið ríkisbákn um náttúrupassa. Formaður samtaka landeigenda, Örn Bergsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að í frumvarpinu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir mælti fyrir á alþingi í vikunni, væri staða landeigenda mjög óljós. Ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu, líkt og Kerið í Grímsnesi. „Við teljum að það eigi að innheimta gjald en fyrst og fremst vildum við að það yrði gert af þeim sem stunda atvinnurekstur á þessar náttúruperlur. Sem sagt að hafa aðgreiningu á þessu og segja, að þeir sem stunda atvinnustarfsemi og gera út á náttúruperlur, hvort sem þær eru í eigu ríkisins eða einkaeigu, þeir eiga að borga. Almenningur á ekki að borga. En það mætti mikill mótspyrnu og við enduðum svo áþví að fimm árum seinna að hefja almenna gjaldtöku,“ segir Óskar. Árið 2008 fóru eigendur Kersins með ferðamálayfirvöldum og Umhverfisstofunun um Kersvæðið og var samdóma álit allra um að svæðið væri vanhirt og í slæmu ástandi, en það er friðlýst og á náttúruminjaskrá. Eigendur lögðu hópferðabann við kerið sama ár sem varð umdeilt. Óskar segir þá að hinn lögbundna almannarétt um frjálsa för um landið verði að virða en ekki nota í viðskiptalegum tilgangi.„Það er hinn svokallaði almannaréttur sem er mikilvægur. Almannaréttur er ekki það sama og óheftur aðgangur fyrir ryksugurútuútgerðir að náttúruperlum eins og menn vilja hafa hér. Það á að virða hann og leyfa venjulegu fólki, einkaaðilum, íslenskum almenningi, að koma á sínum prívat bílum og skoða náttúruperlurnar.“ Um leiðina sem kynnt er í frumvarpi um náttúrupassa segir Óskar að farið sé verið að flækja hlutina og leggja í mikið ríkisbákn. Hlusta má á alla fréttina í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Landeigendur segja frumvarp um náttúrupassa falla illa að sínum aðstæðum og staða þeirra sé mjög óviss í því. 30. janúar 2015 19:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Eigendur Kersins í Grímsnesi segja að í frumvarpi um náttúrupassa sé farin kolröng leið. Óskar Magnússon, talsmaður eigendanna gagnrýnir harðlega þá leið sem fyrirhuguð er að fara og undrast að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ætli að stofna mikið ríkisbákn um náttúrupassa. Formaður samtaka landeigenda, Örn Bergsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að í frumvarpinu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir mælti fyrir á alþingi í vikunni, væri staða landeigenda mjög óljós. Ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu, líkt og Kerið í Grímsnesi. „Við teljum að það eigi að innheimta gjald en fyrst og fremst vildum við að það yrði gert af þeim sem stunda atvinnurekstur á þessar náttúruperlur. Sem sagt að hafa aðgreiningu á þessu og segja, að þeir sem stunda atvinnustarfsemi og gera út á náttúruperlur, hvort sem þær eru í eigu ríkisins eða einkaeigu, þeir eiga að borga. Almenningur á ekki að borga. En það mætti mikill mótspyrnu og við enduðum svo áþví að fimm árum seinna að hefja almenna gjaldtöku,“ segir Óskar. Árið 2008 fóru eigendur Kersins með ferðamálayfirvöldum og Umhverfisstofunun um Kersvæðið og var samdóma álit allra um að svæðið væri vanhirt og í slæmu ástandi, en það er friðlýst og á náttúruminjaskrá. Eigendur lögðu hópferðabann við kerið sama ár sem varð umdeilt. Óskar segir þá að hinn lögbundna almannarétt um frjálsa för um landið verði að virða en ekki nota í viðskiptalegum tilgangi.„Það er hinn svokallaði almannaréttur sem er mikilvægur. Almannaréttur er ekki það sama og óheftur aðgangur fyrir ryksugurútuútgerðir að náttúruperlum eins og menn vilja hafa hér. Það á að virða hann og leyfa venjulegu fólki, einkaaðilum, íslenskum almenningi, að koma á sínum prívat bílum og skoða náttúruperlurnar.“ Um leiðina sem kynnt er í frumvarpi um náttúrupassa segir Óskar að farið sé verið að flækja hlutina og leggja í mikið ríkisbákn. Hlusta má á alla fréttina í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32 Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00 Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Landeigendur segja frumvarp um náttúrupassa falla illa að sínum aðstæðum og staða þeirra sé mjög óviss í því. 30. janúar 2015 19:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Umdeilt frumvarp um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. 29. janúar 2015 12:32
Náttúran megi ekki liggja undir skemmdum Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra ferðamála, mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa á Alþingi í gær. 30. janúar 2015 07:00
Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Landeigendur segja frumvarp um náttúrupassa falla illa að sínum aðstæðum og staða þeirra sé mjög óviss í því. 30. janúar 2015 19:00