Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Linda Blöndal skrifar 30. janúar 2015 19:00 Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira