Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Linda Blöndal skrifar 30. janúar 2015 19:00 Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira