Náttúrupassinn hentar illa landeigendum Linda Blöndal skrifar 30. janúar 2015 19:00 Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi segir þá í fullum lagalegum rétti til að innheimta sjálfir gjöld komi ekki til nein önnur leið sem sé betri en sú sem nú er boðuð. Landeigendur eru um fimm hundruð talsins og jarðir þeirra nærri sex þúsund, af ólíkum stærðum og gæðum. Þeir hafa lagt til aðrar leiðir til að fjármagna vernd og uppbyggingu minni ferðamannastaða. Annað hvort að gjald yrði tekið á stærstu ferðamannastöðum ríkisins sem rynni í sameiginlegan sjóð og að hluta til landeigenda, eða að hluti komugjalda fari til þeirra.Óbreyttur réttur til að taka gjaldRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráherra mælti fyrir frumvarpi um náttúrupassa í gær. Örn segir að frumvarpið breyti ekki neinu um rétt landeigenda til að taka sjálfir gjald á sínum stöðum sem þeir geti gert komi ekki til gjaldtökuleið sem sé betur framkvæmanleg fyrir þá. Náttúrupassinn gildir fyrir alla staði í eigu ríkisins og sveitarfélaga og býðst landeigendum að gerast aðili að honum.Passinn ekki aðgengileg leið Svona fljótt á litið sýnist mér að, eins og þetta er lagt fram að þetta sé ekki aðgengilegt fyrir landeigendur en það hefur bara ekkert verið rætt við okkur, sagði Örn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um frumvarpið. „Það liggur ekkert fyrir hvaða fjármuni einstaka landeigendur fengju út úr þessu til að byggja upp staði“, sagði Örn sem er bóndi á Hofi í Öræfum. Hin frjálsa förEin helsta gagnrýni á frumvarpið snýr að lögbundnum almannarétti Íslendinga til frjálsrar farar um landið. Örn segir landeigendur vilja vernda þennan rétt. Hins vegar eigi hann ekki að þjóna ferðaþjónustunni sem atvinnugrein á kostnað landeigenda en ýmsir af fjölsóttum ferðamannstöðum eru í einkaeigu.Almannarétturinn ekki nýtingarétturÖrn sagði almannaréttinn ekki mega brjóta á einkaréttinum eða eignarétti landeigenda vegna ágangs ferðamanna, viðskiptavina ferðaþjónustuaðila. „Við erum fylgjandi þessum almannarétti og teljum hann sjálfsagðan hlut en við viljum hafa eitthvað um það að segja þegar menn eru farnir að gera út á landið í hópferðum og taka gjald fyrir, þá viljum við eitthvað hafa um það að segja. Manni virðist að Samtök ferðaþjónustu vilji eiginlega breyta þessari frjálsu för manna í nýtingarrétt. Að þeir hafi heimild til að nýta eigur okkar“, bætti Örn við. Náttúrupassinn sem kosta á 1500 krónur og gilda til þriggja ára, á að skila fimm milljörðum í ríkissjóð og tekur gildi þann fyrsta september, verði frumvarpið samþykkt.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira