„Ég er búinn að hanna nýja auglýsingu fyrir Kókómjólk. Þarf ekkert að fá borgað fyrir hana.“
Sjá einnig:Klói er orðinn köttaður
Björn Bragi notar þarna hið vinsæla lag I'm in love with the Coco með rapparanum O.T. Genasis og snýr því yfir á íslenskan veruleika. Hann tekur skjáskot úr laginu og breytir rapparanum í Klóa með myndvinnsluforriti.
Lagið hefur slegið eftirminnilega í gegn. Myndbandið hefur nú verið spilað í 64 milljónir skipta á Youtube. Þetta er fyrsta lag rapparans O.T. Genasis sem slær svona í gegn, en hann er 27 ára og var upgötvaður af Busta Rhymes.
Körfuboltaliðið Golden State Warriors átti mikinn þátt í að auka vinsældir lagsins. Leikmenn liðsins sungu lagið eftir sigurleiki framan af tímabili. Leikmennirnir birtu myndir af sér dansandi við lagið og vakti það mikla lukku á meðal NBA-aðdáenda. En um miðjan desember voru þeir beðnir um að hætta þeirri iðju, því lagið fjallar um eiturlyf.
Great team win tonight ... Part 2 lmaoooo @dlee042 @klaythompson @sdot1414 @fezzyfel @hbarnes @money23green @blurbarbosa @wardell30 @justholla7 @sdot1414 #DubNation
A video posted by Mo (@mspeights5) on Nov 26, 2014 at 8:19pm PST
Squad stay going #coco part 3 @dlee042 @wardell30 @money23green @sdot1414 @kuzma.000 @fezzyfel @blurbarbosa @andre @hbarnes @klaythompson @brush_4 @justholla7 #Dubnation
A video posted by Mo (@mspeights5) on Nov 28, 2014 at 8:19pm PST
Björn Bragi stendur í ströngu þessa dagana, en hann og félagar hans í grínflokknum Mið-Ísland halda nú hverja sýninguna á fætur annarri í Þjóðleikhúskjallaranum. Salurinn hefur verið fullur í hvert skipti og hafa þeir því þurft að skipuleggja aukasýningar.
Hægt er að nálgast miða á Miði.is.
Hér að neðan má sjá færslu Björns Braga, sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Hann er duglegur að setja inn grín og glens á síðuna.