Klói er orðinn köttaður Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. júlí 2014 14:31 Hér má sjá breytingarnar á Klóa. Samsett mynd/MS Kötturinn Klói, sem hefur verið utan á Kókómjólkurfernum í um aldarfjórðung, er nú orðinn massaður. Uppskriftin að Kókómjólkinni er þó alltaf sú sama, þrátt fyrir að upplýsingar um næringainnihald hafi breyst. Við breytingar á útliti fernunnar voru breytingar gerðar á upplýsingum sem gefnar eru upp í næringainnihaldi drykksins. Upplýsingarnar eru reiknaðar upp úr nýjum mælingum á mjólkurhráefni. „Við gerum allar breytingar á Klóa af mikilli varfærni,“ segir Baldur Jónsson, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Íslenska auglýsingastofan sá um breytingarnar á Klóa. „Umbúðum hefur verið breytt reglulega til að færa vöruna til nútímans en uppskriftin er alltaf sú sama,“ bætir Baldur við.Hér má sjá samanburð á fernunum og upplýsingum um næringainnihald.Mynd/DÞGUppskriftinni ekki breyttÞegar nýju fernurnar voru kynntar fyrir skömmu vakti það athygli að upplýsingar um næringainnihald höfðu breyst. Á nýju fernunum kemur t.d. fram að 68 kaloríur séu í 100 grömmum af Kókómjólk, sem er einni kaloríu meira en áður. Uppgefið hlutfall próteins og kolvetna á nýju fernunum var einnig hærra en á þeim gömlu. Dr. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segir uppskriftina ekki hafa breyst. Upplýsingarnar á nýju fernunum eru í samræmi við nýjar mælingar á mjólkurhráefni og munurinn er innan skekkjumarka.Klói á besta aldriKókómjólkin kom á markað árið 1973. „1990 eða fyrir 24 árum hoppaði síðan Klói inn á pakkningarnar,“ segir Baldur Jónsson. Klói var upphaflega teiknaður af Jóni Axeli Egilssyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrstu ellefu árin sem Klói var á Kókómjólkurfernuninni hélst hann óbreyttur. Eftir breytingarnar varð Klói aðeins unglegri að sögn Baldurs. „Þá var höfundarréttur keyptur af Jóni Axeli. Hvíta Húsið hafði þá unnið að endurhönnun umbúða og andlitslyftingu á Klóa sem voru svo teknar í gagnið 2001. Mikil undirbúningsvinna var unnin áður en þeim breytingum var hrint í framkvæmd,“ segir Baldur og bætir við: „Við höfum alltaf farið varlega í breytingar á Klóa. Til dæmis voru auglýsingar með nýju útliti Klóa búnar að vera í gangi í tvö ár áður en við breyttum honum á fernunni.“Gamli Klói.Reglulegar breytingarEins og Baldur segir hefur Klóa og Kókómjólkurfernunum verið breytt reglulega eftir aldarmót. „Í aðdraganda ársins 2014 var enn á ný unnið með útlit umbúða og Íslenska auglýsingastofan hefur unnið að umbúðabreytingum.“ Baldur segir að samhliða breytingum á útliti Klóa á Kókómjólkurfernunum verði búningi sem notaður er við markaðssetninguna líklega breytt. „Klói hefur alltaf látið sjá sig annað slagið á skemmtunum. Búningurinn sem notaður var í það var nokkuð þungur og erfitt að athafna sig í honum. Nýi búningurinn verður miklu léttari og verður meira í ætt við fimleikabúning einhverskonar. Þeim sem koma fram í búningnum finnst það líklega mjög góð breyting,“ segir hann. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Kötturinn Klói, sem hefur verið utan á Kókómjólkurfernum í um aldarfjórðung, er nú orðinn massaður. Uppskriftin að Kókómjólkinni er þó alltaf sú sama, þrátt fyrir að upplýsingar um næringainnihald hafi breyst. Við breytingar á útliti fernunnar voru breytingar gerðar á upplýsingum sem gefnar eru upp í næringainnihaldi drykksins. Upplýsingarnar eru reiknaðar upp úr nýjum mælingum á mjólkurhráefni. „Við gerum allar breytingar á Klóa af mikilli varfærni,“ segir Baldur Jónsson, verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Íslenska auglýsingastofan sá um breytingarnar á Klóa. „Umbúðum hefur verið breytt reglulega til að færa vöruna til nútímans en uppskriftin er alltaf sú sama,“ bætir Baldur við.Hér má sjá samanburð á fernunum og upplýsingum um næringainnihald.Mynd/DÞGUppskriftinni ekki breyttÞegar nýju fernurnar voru kynntar fyrir skömmu vakti það athygli að upplýsingar um næringainnihald höfðu breyst. Á nýju fernunum kemur t.d. fram að 68 kaloríur séu í 100 grömmum af Kókómjólk, sem er einni kaloríu meira en áður. Uppgefið hlutfall próteins og kolvetna á nýju fernunum var einnig hærra en á þeim gömlu. Dr. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS segir uppskriftina ekki hafa breyst. Upplýsingarnar á nýju fernunum eru í samræmi við nýjar mælingar á mjólkurhráefni og munurinn er innan skekkjumarka.Klói á besta aldriKókómjólkin kom á markað árið 1973. „1990 eða fyrir 24 árum hoppaði síðan Klói inn á pakkningarnar,“ segir Baldur Jónsson. Klói var upphaflega teiknaður af Jóni Axeli Egilssyni kvikmyndagerðarmanni. Fyrstu ellefu árin sem Klói var á Kókómjólkurfernuninni hélst hann óbreyttur. Eftir breytingarnar varð Klói aðeins unglegri að sögn Baldurs. „Þá var höfundarréttur keyptur af Jóni Axeli. Hvíta Húsið hafði þá unnið að endurhönnun umbúða og andlitslyftingu á Klóa sem voru svo teknar í gagnið 2001. Mikil undirbúningsvinna var unnin áður en þeim breytingum var hrint í framkvæmd,“ segir Baldur og bætir við: „Við höfum alltaf farið varlega í breytingar á Klóa. Til dæmis voru auglýsingar með nýju útliti Klóa búnar að vera í gangi í tvö ár áður en við breyttum honum á fernunni.“Gamli Klói.Reglulegar breytingarEins og Baldur segir hefur Klóa og Kókómjólkurfernunum verið breytt reglulega eftir aldarmót. „Í aðdraganda ársins 2014 var enn á ný unnið með útlit umbúða og Íslenska auglýsingastofan hefur unnið að umbúðabreytingum.“ Baldur segir að samhliða breytingum á útliti Klóa á Kókómjólkurfernunum verði búningi sem notaður er við markaðssetninguna líklega breytt. „Klói hefur alltaf látið sjá sig annað slagið á skemmtunum. Búningurinn sem notaður var í það var nokkuð þungur og erfitt að athafna sig í honum. Nýi búningurinn verður miklu léttari og verður meira í ætt við fimleikabúning einhverskonar. Þeim sem koma fram í búningnum finnst það líklega mjög góð breyting,“ segir hann.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira