Illugi svarar engu um 1,2 milljóna greiðslur til OG Capital Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 10:25 Í svari sínu ítrekar Illugi þá afstöðu sína að hafa ekkert meira til að opinbera eða svara. Vísir/Anton Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, svarar ekki efnislega fyrirspurn fréttastofu um greiðslur til Orku Energy árið 2012. Í svari við margítrekaðri fyrirspurn til ráðherrans er fyrra svar hans til Íslands í dag um sama mál endurtekið sem svarar að engu leyti spurningu fréttastofu. Hann segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa en hann hafi þegar gert.Sjá einnig: Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Vísir sendi eftirfarandi spurningar til Illuga og Sigríðar Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann hans, og þegar nýr aðstoðarmaður var ráðinn, Jóhannes Stefánsson, voru spurningarnar áframsendar á hann:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þó óskaði fréttastofa einnig eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu, sem Illugi leigir af stjórnarformanni Orku Energy í gegnum félagið OG Capital, sem nú er í eigu stjórnarformannsins. Einnig var óskað eftir að fá að sjá leigusamning vegna sömu íbúðar. Svarið sem Illugi vísaði í er svohljóðandi: „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy. Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar. Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy.“ „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara.“ Eins og áður hefur verið fjallað um kemur fram í ársreikningi OG Capital fyrir árið 2012 að 1,2 milljóna króna greiðsla hafi komið inn í félagið það ár. Ekki voru greidd út laun eða arður, líkt og fram hefur komið í svörum Illuga, en Illugi greiddi sér þó til baka lán til félagsins auk ýmiss kostnaðar. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, svarar ekki efnislega fyrirspurn fréttastofu um greiðslur til Orku Energy árið 2012. Í svari við margítrekaðri fyrirspurn til ráðherrans er fyrra svar hans til Íslands í dag um sama mál endurtekið sem svarar að engu leyti spurningu fréttastofu. Hann segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa en hann hafi þegar gert.Sjá einnig: Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Vísir sendi eftirfarandi spurningar til Illuga og Sigríðar Hallgrímsdóttur, aðstoðarmann hans, og þegar nýr aðstoðarmaður var ráðinn, Jóhannes Stefánsson, voru spurningarnar áframsendar á hann:Frá hverjum eru greiðslur sem félagið OG Capital fékk árið 2012?Árið 2012, samkvæmt ársreikningi, greiddi félagið eiganda félagsins, sem varst þú á þeim tíma, til baka eigendalán. Þá greiddi félagið einnig fyrir kostnað upp á rúmlega 100 þúsund krónur. Eru þetta ekki peningar sem voru tilkomnir vegna verkefna sem þú vannst fyrir Orku Energy?Hverjar eru heildargreiðslur sem komið hafa frá Orku Energy til þín og eða félaga þér tengdum, s.s. OG Capital? Þó óskaði fréttastofa einnig eftir að fá að sjá kvittun fyrir leigugreiðslum fyrir íbúðina á Ránargötu, sem Illugi leigir af stjórnarformanni Orku Energy í gegnum félagið OG Capital, sem nú er í eigu stjórnarformannsins. Einnig var óskað eftir að fá að sjá leigusamning vegna sömu íbúðar. Svarið sem Illugi vísaði í er svohljóðandi: „Ég hef birt og gert grein fyrir öllum upplýsingum er varða tekjur mínar vegna ráðgjafarstarfa fyrir Orku Energy. Eins og skattskýrslur mínar og eiginkonu minnar frá árunum 2012 og 2013 sýna, er einungis um eina launagreiðslu að ræða frá Orku Energy. Þetta eru einu tekjurnar sem ég hef haft frá Orku Energy fyrr og síðar. Hvað OG Capital varðar, þá fékk ég engin laun eða arð frá því félagi, hvorki fyrr né síðar, sem áttu uppruna sinn hjá Orku Energy.“ „Ég hef nú opinberað allt sem hægt er að opinbera um tekjur mínar og reyndar líka Brynhildar konunnar minnar, á þessum árum. Það er ekkert eftir til að opinbera eða svara.“ Eins og áður hefur verið fjallað um kemur fram í ársreikningi OG Capital fyrir árið 2012 að 1,2 milljóna króna greiðsla hafi komið inn í félagið það ár. Ekki voru greidd út laun eða arður, líkt og fram hefur komið í svörum Illuga, en Illugi greiddi sér þó til baka lán til félagsins auk ýmiss kostnaðar.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45 Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00 Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40 Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44 Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Illugi segist ekki hafa neitt meira til að upplýsa Mennta- og menningarmálaráðherra svarar ekki spurningum Ísland í dag um 1,2 milljóna króna greiðslur til OG Capital árið 2012. 16. október 2015 12:45
Illugi Gunnarsson: Telur RÚV taka of stórt pláss á auglýsingarmarkaði Illugi Gunnarsson segir Ríkisútvarpið eigi ekki að líkja eftir fyrirtækjum á einkamarkaði. 10. október 2015 09:00
Illugi birtir skattframtal „Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013.“ 14. október 2015 22:40
Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga. 11. október 2015 10:44
Um þetta snýst mál Illuga og Orku Energy Mál Illuga Gunnarssonar er í raun nokkuð einfalt þó sagan sé löng. Vísir útskýrir málið frá A til Ö. 19. október 2015 10:15